Líffræðingurinn og fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson hefur verið áberandi á Facebook undanfarið en hann hefur verið duglegur að tjá sig um menn og málefni sem tengjast komandi Alþingiskosningum. Í nýrri færslu fagnar hann ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrum ritstjóra og frambjóðanda Samfylkingarinnar, um að taka ekki við sæti á þingi, nái hann kosningu. Þá ákvörðun tók Þórður Snær í kjölfar gríðarlegs bakslags vegna gamalla bloggfærsla þar sem hann sýndi af sér kvenfyrirlitningu og fordóma. Össur skrifaði:
„Hárrétt viðbrögð
Teitur Atlason, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar svarar færslu Össurar í athugasemd þar sem hann segir að Ísland sé „aðeins verra í dag en það var í gær.“