Líffræðingurinn og fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson lætur Sjálfstæðismenn heyra það í nýrri Facebook-færslu en þar gerir hann brandara Dags B. Eggertssonar sem hleypt hefur illu blóði í Sjálfstæðisflokkinn, að umtalsefni.
„Húmor Dags og panikin í Valhöll
„Eftir meitlað húmorískt innlegg Dags kom Andri Steinn Hilmarsson, framkvæmdastjóri þingflokks íhaldsins, fölur og sveittur í miðlana til að ásaka Dag um að afvegaleiða kjósendur. Andri Steinn undirstrikaði með andköfum að kjósendur flokksins mættu alls ekki strika Dag út eftir að krossa við D. Það myndi ógilda atkvæðaseðilinn! – Herra trúr! Ég held ekki að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu asnar. Framkvæmdastjóri þingflokksins virðist þó skv. ofangreindu allt annarrar skoðunar.“
Að lokum segist Össur hafa efasemdir um gáfnarfarið í Valhöll:
„Ég hef hins vegar vaxandi efasemdir um meðalgreindina í Valhöll. Fólk sem lætur Dag B. Eggertsson slá sig út af laginu með laufléttum brandara er kanski ekki best fallið til að reka kosningabaráttu. Það skýrir kanski hrakfarir Sjálfstæðisflokksins þessa dagana…“