Föstudagur 25. október, 2024
1.5 C
Reykjavik

Óþol Íslendinga á nektardansstöðum: „Við stúlkurnar erum engar klámstjörnur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

 „Ég fer úr öllu. Fyrir mér, er sá felugangur, að skilja eina eða fleiri flík eftir, óeðlilegur, því að nektin er það sem fólk borgar sig inn fyrir og nektina fær það. Mér fyndist óþægilegt að standa eftir á nærbuxunum og þess vegna fer ég úr öllum fötum við sýningar okkar. Þrátt fyrir það, geng ég ekki upp og glenni mig fyrir gestum okkar. Slíkt er klám, sem ég býð ekki upp á, og það fólk sem óskar þess að líta kynfæri augum, nú, það getur einfaldlega rölt sér út í næstu bókabúð og keypt sér klámrit. Við stúlkurnar erum engar klámstjörnur. Mitt daglega líf á ekkert skylt við það sem ég geri á kvöldin og þess vegna er líf dansarans á vissan hátt einmanalegt, því í þessu starfi lærir maður að tortryggja náungann og á endanum finnst manni allir karlmenn vilja það eitt og sama,“ sagði Caroline, 25 ára gömul sænsk nektardansmær á Café Bóhem, í samtali við Helgarpóstinn 11. maí 1995.

Miklar og háværar óánægjuraddir ólmuðu á tíunda áratuginum vegna fjölda starfræktra nektardansstaða. Í kjölfar afhjúpunar og frétta Helgarpóstins, í mars 1995, um starfsemi nektardansstaða á Íslandi birtist um miðjan maí mánuð 1995 ítarleg grein í Helgarpóstinum þar sem rætt var við nokkra dansara sem störfuðu á Café Bohem. Staðurinn var staðsettur á þeim tíma í Klapparstígnum í miðbæ Reykjavíkur. 

„Þær mótmælaraddir er hafa ómað hvað öflugast hérlendis, koma frá fólki sem enga hugmynd hefur um raunverulegt eðli starfa okkar og þjáist af kreddum,“[…] og kvaðst eilítið undrandi yfir þeim mótmælaröddum og blaðaskrifum er hafa fylgt á eftir starfi þeirra á Klapparstígnum, en Caroline hefur unnið töluvert við þjálfun stúlknanna sem þar vinna. 

Sjá nánar https://www.mannlif.is/frettir/atjan-ara-nektardansmaer-leyfdu-theim-ad-thukla-sig-ad-vild-baedi-um-brjostin-og-milli-fotanna/

Í viðtali Helgarpóstins tjáir Caroline sig um upplifun sína á þeim menningarmun að starfa sem nektardansmær, í landi þar sem ekki voru fordæmi fyrir slíkum sýningum. Caroline hafði á þessum tíma rúmlega fimm ára reynslu og hafði unnið víða um Evrópu. 

„Þessi hroki hefur komið mér í opna skjöldu, því í raun og veru stundum við erótískar kabarettsýningar, þrátt fyrir að dansstúlkurnar hafi hver sína tækni og vissulega hafi maður séð klámfengna takta af og til í starfi, það viðurkenni ég fúslega. En slíkt á ekki við um okkur. Sjálf hef ég starfað við greinina í fjölmörgum Evrópulöndum í yfir fimm ár, og aldrei orðið fyrir slíkri óvirðingu sem stúlkurnar máttu þola í byrjun starfa okkar hér í Reykjavík fyrr á þessu ári. Ég tel Ísland afskaplega aftarlega á merinni í þessum efnum, og jafnvel mörgum árum á eftir öðrum Evrópulöndum hvað frjálsræði varðar.“ 

- Auglýsing -

Gestirnir ekki bara graðir kallar

Sterkar hugmyndir voru um sýningarnar, áhorfendahópinn og tilganginn en þær hugmyndir einskoruðust þær helst af gröðum köllum, sem illa gengi að næla sér bólfélaga og stunduðu því nektardansstaðina. Caroline fannst vert að leiðrétta þessar hugmyndir og sagði: „Um þriðjungur gesta okkar hvert kvöld eru konur. Oftlega hefur maður mætt óblíðu augnaráði frá stúlkum og konum sem hafa komið niður eftir, og sumar þeirra virðast jafnvel óttast að við ætlum að stinga kærastanum undan þeim. Oftlega sest ég niður hjá þeim að lokinni sýningu minni og útskýri eðli málsins fyrir þeim og leiðrétti þann misskilning ef einhver er. Við stúlkurnar erum í okkar vinnu, sem er að dansa, og reyni ég að útskýra það fyrir þeim.“

Fordómunum mætt með mennsku

- Auglýsing -

Eins og flestum er kunnugt er bein tenging milli fordóma og þekkingarleysis. Caroline greindi í viðtalinu frá atviki sem opnaði ekki einungs augu umræddrar konu heldur margra lesenda.

„Ég hef oft átt skemmtilegt spjall við þær konur er koma til okkar, og þegar spilin hafa verið lögð á borðið léttist á þeim brúnin. Reyndar svo mikið, að við höfum endað með nokkrar konur uppi á sviði, þar sem þær slíta hreinlega utan af sér spjarirnar. En fyrir nokkrum dögum kom á staðinn til okkar maður, sem hafði talað móður sína, sem var snyrtileg og vel klædd kona um sextugt, á að koma til okkar og njóta þess sem við bjóðum upp á. Konan sú átti erfitt með sig fyrsta hálftímann, en þegar ég hafði sest niður með henni og átt samtal við hana um raunverulegt eðli starfa okkar, var sem hún öðlaðist annan skilning og slakaði á. Hún fór þó stuttu seinna út aftur, en sonur hennar varð eftir.“

Tala bara við gesti gegn gjaldi

Caroline tjáði sig um kjörin og starfið. Hún lýsti starfinu sem menningar- og félagslegu er ætti ekkert skylt við vændi. Hún útskýrði jafnframt að helmingur launa hennar væru skattfrjálsar greiðslur sem kæmu beint úr vasa kúnnans, svokallað þjórfé. 

„Hér eru engin baksviðspartý þar sem menn fá inngöngu gegn greiðslu og svo sannarlega kaupa þeir sér ekki blíðu okkar sem störfum á staðnum. Við spjöllum oftlega við mennina, því hluti okkar vinnu flokkast undir sósíaleringu. Þó gerum við það aðeins gegn þjórfé. Við getum ekki haft tengsl við menn sem eiga engan pening og vilja ólmir spjalla við okkur um tíma, við barborðið. Um fimmtíu prósenta launa okkar er þjórfé, og höfum við alveg nóg upp úr krafsinu fyrir vikið. En að við seljum okkur, það er helber misskilningur. Hins vegar snýr svo við að hafi maðurinn ekki fjármagn á sér til að greiða okkur fyrir spjallið, snúum við okkur annað. Við getum ekki verið að eyða tíma okkar í fólk sem ekki getur reitt fram þjórfé, vegna þess að við gætum verið að þéna peninga annars staðar.“

Líkt og fram kom í tengdum Baksýnisspegli Mannlífs var lögbann sett á nektardansstaði á Íslandi 2010. 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -