Gosvirkni í gosstöðvunum á Reykjanesi er ekki lengur sýnileg samkvæmt Veðurstofu Íslands. Vísindamenn Veðurstofunnar flugu yfir gíginn í morgun en það virðist vera slokknað í honum. Þó er enn glóð sjáanleg í hraunbreiðu. „Þetta staðfestist einnig af starfsmanni Eflu sem er á Sýlingarfelli. Virknin virðist hafa dottið niður seint í nótt eða mjög snemma í morgun. Þó er enn mögulegt að hraunrennsli sé í lokuðum rásum og því ótímabært að lýsa yfir goslokum,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Gosið hófst 18. desember í Sundhnúksgígaröðinni og hefur haft mikil áhrif á íbúa Grindavíkur en ljóst er þeir munu ekki fá að halda jól í bænum. Þá var tilkynnt í gær að húsnæðisstyrkur sem Grindvíkingur hefur verið veittur verður framlengdur yfir veturinn. Þá sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, að slíkur stuðningur væri mjög mikilvægur.