Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Óttaslegnir gestir flýja Bláa lónið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bláa lóninu hefur verið lokað.

Bláa lónið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá lokun lónsins en um er að ræða tímabundna lokun í viku meðan ástandið er metið. Margir hafa kallað eftir lokun lónsins vegna möguleika á eldgosi á svæðinu. Í nótt reið yfir einn skjálfti sem mældist fimm að stærð og þrír aðrir sem mældust að minnsta kosti fjórir. Víkurfréttir greina frá því að gestir lónsins hafi komið óttaslegnir hlaupandi út þegar þeir voru sóttir af leigubílum.

„Bláa Lónið hf. hefur ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið – staðan verður metin í framhaldinu. Lokunin mun taka gildi 9. nóvember og standa til kl. 07:00, 16. nóvember.

Truflun á upplifun gesta í nótt og langvarandi aukið álag á starfsmenn eru meginástæður lokunarinnar. Bláa Lónið hf. mun fylgjast með framgangi hræringanna næstu sólarhringa og meta stöðuna.

Okkar frábæru og tryggu starfsmenn fá greidd full laun meðan á lokun stendur og gestir fulla endurgreiðslu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -