„Því miður höfum við upplýsingar um það að fólk kýs að fara út úr bænum og þetta er mikið áreiti sem þessir einstaklingar sem tilheyra þessum hópum eru að veita þessum fjölskyldum. Það er eitthvað sem við höfum óttast í gegnum tíðina og nú er það bara komið á daginn að þeir eru farnir að beita því svolítið í meira mæli.“
Þetta sagði Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn í Morgunútvarpi Rásar 2 fyrr í dag. Þar ræddi hann hópárásina á Bankastræti Club fyrir helgi. Margeir greindi einnig frá því að einn hafi verið handtekinn í nótt vegna málsins. Hann segir rannsókn miða vel.
Margeir fullyrti að almenningur væri þó ekki í hættu vegna málsins. „Nei við teljum það ekki vera og ég vil taka það alveg skýrt fram að ef við teljum einhverja einstaklinga vera í hættu þá setjum við okkur í samband við þá.“