Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum í dagbók lögreglu er ekki vitað um meiðsli þess sem varð fyrir árásinni. Um klukkustund síðar stöðvaði lögregla ökumann sem grunaður er um ölvunarakstur en var hann látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Við umferðareftirlit stöðvaði lögregla bíl aðeins seinna um kvöldið. Þegar kennitölu viðkomandi var flett upp kom í ljós að aðilinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þá stöðvaði lögregla þriðja ökumanninn klukkan hálf tvö í nótt. Sá var grunaður um ölvunarakstur en að öðru leyti var nóttin róleg hjá laganna vörðum.