- Auglýsing -
Lögregla var kölluð til í gærkvöldi til þess að vísa manni frá húsnæði þar sem hann var óvelkominn. Sá tók vel í beiðni löreglu og lét sig hverfa. Síðar um kvöldið barst lögreglu tilkynning um eld við skóla. Sem betur fer reyndist eldurinn minniháttar og tókst að slökkva hann með snjó.
Þá handtók lögregla karlmann vegna hótanna og eignaspjalla en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni. Samkvæmt dagbók lögreglu var nóttin heldur róleg en nokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.