Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Óvissa á Reykjanesskaga: „Við viljum biðla til fólks að fara ekki fótgangandi að gosinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurnesjum varar við að fólk gangi að gosinu við Sundhnjúksgíga.

Í gærkvöldi birti lögreglan á Suðurnesjum færslu á Facebook þar sem hún biðlar til fólks að ganga ekki að gosinu við Sundhnjúksgíga, vegna þess að nýtt gos gæti hafist á hverri stundu eða ný sprunga opnast, samkvæmt vísindamönnum.

„Til upplýsinga….

Eins og kom fram í fréttum í kvöld þá er staðan þannig á gosstöðvunum, samkvæmt vísindamönnum, að það er víst tímaspursmál hvenær kraftur bætist í núverandi gos eða þá að ný gossprunga opnist. Það kom fram að fyrirvarið gæti verið afar stuttur og svæðið því hættulegra með hverjum deginum.

Við viljum því biðla til fólks að fara ekki fótgangandi að gosinu.“

Fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, Benedikt Ófeigsson, sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær að töluverð óvissa sé um hvað gerist næst.

„Við höfum ekki séð þetta áður, að við höfum eldgos og landris á sama tíma. Þannig að það er talsverð óvissa um hvað gerist. En kannski það sem við höfum mestar áhyggjur af er að það komi upp eldgos út frá núverandi gosi með svipuðum hætti og þetta byrjaði,“ sagði Benedikt. Og bætti við: „Það er að segja að tveggja til þriggja kílómetra löng sprunga opnist kannski með litlum fyrirvara sem getur skapað talsverða hættu.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -