Ekki hefur veirð tekin ákvörðun hvort Taylors Tivoli Iceland verði á Blómstrandi dögum á næsta ári að sögn Sigríðar Hjálmarsdóttur, menningar, atvinnu og markaðsfulltrúa Hveragerðis, en Mannlíf greindi frá því í ágúst að móðir hefði leitað til lögreglunar á Suðurlandi og tilkynnt starfsmenn þess fyrir að ráðist á barn hennar.
Lögreglan á Suðurlandi staðfesti í samtali við Mannlíf í ágúst að tilkynningin hafi borist en sagði einnig mæðginin hafi ekki tekið ákvörðun um hvort þau myndi kæra atvikið en áverkar barnsins voru að sögn lögreglu ekki alvarlegir og var enginn handtekinn. Mannlíf hafði aftur samband við lögreglu fyrr í september til að spyrja um stöðu málsins og fékk þau svör að staðan væri óbreytt.
Starfsmenn með skæting
Að sögn gesta sem Mannlíf ræddi við sem sóttu Blómstrandi daga í sumar þóttu starfsmenn Taylors Tivoli Iceland sýna gestum og gangandi dónaskap og skæting en samkvæmt Sigríði átti bærinn gott samtal við forsvarsmenn tívolísins eftir að hátíðinni lauk.
Þegar Mannlíf hafði samband við Kane Taylor, eiganda Taylors Tivoli Iceland, í ágúst kannaðist hann ekki við atvikið og ætlaði að skoða það betur en sagðist vera dapur vegna fréttar Mannífs um málið og sagði hana mögulega vera skoðun frekar en frétt. Þá sagði hann einnig að lögfræðingur sinn myndi hafa samband við blaðamann Mannlífs en ekkert hefur borið á þeim samskiptum.