Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Pabbi Gretu Salóme fékk heilablóðfall í miðju flugi: „Vissum ekki hvort að hann hefði lifað af“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasti gestur Hildar Maríu í Lifa og njóta hlaðvarpsþættinum er engin önnur en söngkonan og fiðlusnillingurinn Greta Salóme Stefánsdóttir. Þjóðin kynntist þessari hæfileikabombu er hún keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision með lagið Mundu eftir mér árið 2012 og hefur haldið áfram að heilla landann æ síðan. Ræðir hún meðal annars um Disney-ævintýrið sem í byrjun leit ekkert sérstaklega vel út. Þá segir hún einnig frá áfallinu þegar faðir hennar fékk heilablóðfall í miðju flugi.

„Þetta er búið að vera mjög erfitt ár en á sama tíma ár sem setur lífið í svolítið samhengi,“ segir Greta Salóme við Hildi Maríu. Segir hún það mjög mikilvægt að geta stundum skilið símann eftir heima, slökkva á hausnum, hlusta á fallega tónlist og labba á Helgarfellið sem er nánast í bakgarðinum hjá henni í Mosfellsbænum og kúpla sig aðeins út. „Það er bara mjög mikilvægt ef maður ætlar svo að vera upp á sitt besta upp á sviði.“

Áfall í flugi

„Ég var á leiðinni til Bandaríkjanna að spila, núna í mars þegar ég fæ símtal frá mömmu. Hún segir mér að pabbi, sem var á leiðinni heim í skírn hjá fyrst barnabarninu sínu hjá litlu frænku minni, hafi fengið heilablóðfall í flugi. Við erum mjög lítil og mjög samheldin fjölskylda og við höfum ekki þurft að díla við svona hluti áður. Við vissum ekki neitt. Við vissum ekki hvort að hann hefði lifað af, við bara vissum ekkert. Það eina sem við vissum var að hann var á leiðinni heim eftir vinnuferð á Grænlandi og hann hafði fengið þetta áfall í fluginu frá Grænlandi til Danmerkur. Og hann var kominn inn á spítalann í Köben. Og það eina sem okkur var sagt að það væri gott fyrir okkur að koma. Sem er auðvitað aldrei það sem maður vill heyra í svona aðstæðum. Þannig að við fljúgum út og við erum öll bara í áfalli. Og við fljúgum út haldandi að við munum mögulega þurfa að kveðja. Þetta móment, þegar þetta gerðist, þá skipti ekkert annað máli. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja og cancela bara öllu. Bara „ég er off núna. Ég er ekki að fara að til Bandaríkjanna eftir tvo daga, þú veist, ég er bara off“. Svo fór þetta reyndar miklu betur en á horfðist en við vissum ekki hvort pabbi myndi labba aftur eða hvort hann myndi þekkja okkur þegar hann vaknaði aftur eða hvort hann myndi tala einu sinni. En allt þetta hefur gengið aftur í dag, hann labbar og er alveg skýr. Þetta setti hlutina í samhengi. Pabbi er 68, hann er ekki gamall. Þetta var eitthvað sem ég þurfti svo ég myndi hægja á líka. Ég held að ekkert annað hefði getað stoppað mig í að keyra bara út af líka, úr vinnu og álagi. Þegar pabbi veikist tek ég bara þá ákvörðun að ég ætli að eyða þessum vetri alfarið heima með fjölskyldunni og hlúa að því sem skiptir máli. Því það er þannig að maður heldur að maður hafi endalausan tíma. Það er ekkert mikilvægara en fjölskylda manns. Þegar þú ert komin niður af sviðinu og komin úr glamúrdressinu og ert að að taka af þér make-upið, það bliknar allt, að vera uppi á sviði og upplifa þetta, ef þú hefur ekki einhvern til að fara heim til. Og þá er ég ekki að tala endilega um maka, er ekki að segja að fólk þurfi að eiga sína eigin fjölskyldu til að vera hamingjusamt en bara að hlúa að þér og þínu. Og í mínu tilfelli er það fjölskyldan mín og fólkið sem skiptir mig mestu máli, maðurinn minn og fjölskyldan mín.“

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan eða á VefTV Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -