Skipstjóri Samherja, Páll Steingrímsson, segist hafa ítrekað boðið sig fram til að mæta í viðtal í Kastljósi á RÚV, til að ræða Símamálið svokallaða. Hann segir spyrla þáttarins einfaldlega ekki þora að mæta sér í þættinum.
Þessu heldur Páll fram í ummælu sem hann skilur eftir á Facebook-síðu Mannlífs undir þræði um furðulega uppákomu í Kastljósi RÚV í gærkvöldi.
Í þættinum sakaði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, spyrill þáttarins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um lygar. Eftir átök spyrils og ráðherra upplýsti Sigríður Dögg að Bjarni hefði sett sem skilyrði að hann fengi að vera einn í þættinum til að svara fyrir skýrslu Ríkisendurskoðunar varðandi söluna á Íslandsbanka. Bjarni þvertók fyrir það og sagði þetta ósatt. Þau þjörkuðu um málið um stund en Bjarni stóð á sínu. Áhorfendur voru engu nær.
Á síðu Mannlífs voru lesendur spurðir að því hvort þeir telur að Bjarni hafi sett RÚV skilyrði fyrir því að mæta í viðtal eða hvort Sigríður þáttastjórnandi sé að segja ósatt. Og Páll er sannfærður um hvort er hið rétta.