Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Páli Samherjaskipstjóra neitað viðtali í Kastljósi?: „Er tvisvar sinnum búinn að bjóðast til þess“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skipstjóri Samherja, Páll Steingrímsson, segist hafa ítrekað boðið sig fram til að mæta í viðtal í Kastljósi á RÚV, til að ræða Símamálið svokallaða. Hann segir spyrla þáttarins einfaldlega ekki þora að mæta sér í þættinum.

Þessu heldur Páll fram í ummælu sem hann skilur eftir á Facebook-síðu Mannlífs undir þræði um furðulega uppákomu í Kastljósi RÚV í gærkvöldi.

Í þættinum sakaði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, spyrill þáttarins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um lygar. Eftir átök spyrils og ráðherra upplýsti Sigríður Dögg að Bjarni hefði sett sem skilyrði að hann fengi að vera einn í þættinum til að svara fyrir skýrslu Ríkisendurskoðunar varðandi söluna á Íslandsbanka. Bjarni þvertók fyrir það og sagði þetta ósatt. Þau þjörkuðu um málið um stund en Bjarni stóð á sínu. Áhorfendur voru engu nær.

Á síðu Mannlífs voru lesendur spurðir að því hvort þeir telur að Bjarni hafi sett RÚV skilyrði fyrir því að mæta í viðtal eða hvort Sigríður þáttastjórnandi sé að segja ósatt. Og Páll er sannfærður um hvort er hið rétta.

„Mér finnst nú eiginlega kostulegt að sjá formann blaðamannafélagsins og spyrill í Kastljósi væna einhvern um að þora ekki að mæta einhverjum í þætti hjá sér, ég er nefnilega tvisvar sínum búin að bjóðast til þess að mæta upp í Efstaleiti og ræða símamálið en þá er allt í einu engin áhugi á að ræða við brotaþola, en sakborningum er gefin ómældur tími fyrir drottingaviðtöl…þar sem þeir fá að ljúga óáreittir…,“ segir Páll ákveðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -