Í Facebook-hópnum Menningarátökin eru fjörugar umræður eftir ansi hreint harðan dóm sem Nína Hjálmarsdóttir felldi um sýninguna Sem á himni sem nýverið var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu.
Sitt sýnist hverjum og allt það, en segja má að dómur Nínu hafi snúið leikhúsheiminum hér álandi á hvolf.
Í dómi Nínu má meðal annars lesa þetta:
„Það er lögmætt að spyrja spurningarinnar af hverju Þjóðleikhúsið fann ekki fatlaðan leikara til að túlka hlutverk Dodda, þar sem það er lítið mál að finna fatlaðan einstakling hér á landi sem getur sungið og leikið.“
Ekki eru allir sáttir við þennan dóm Nínu, né hennar orð um fatlaða og leiksviðið. Finnst mörgum sem svo að ófatlaðir leikarar eigi að sjá um að leika fatlaða, en sumum finnst einfaldlega að fatlað fólk sem getur leikið og sungið eigi að fá að vera þátttakendur í leikritum, hvort sem það er í Þjóðleikhúsinu eða annars staðar.
Blaðamaðurinn, bókmenntafræðingurinn og bókmenntagagnrýnandinn Páll Baldvin Baldvinsson, veltir málinu fyrir sér og spyr einfaldlega:
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2022/09/David-Bowie-Elephant-Man.jpg)
„Hvar endar þessi wok-hugsun; mátti Daniel Day ekki leika í My left foot, Anthony Hopkins í Elephant man ekki frekar en David Bowie á sviði, Dóra Geirharðs í Gullregni, Hilmir Snær Ríkarð þriðja? Verður sá sem leikur blindan mann á sviði að vera blindur?“
Þegar stórt er spurt …