Páll Magnússon fyrrum alþingismaður bendir á gríðarlega aukningu á ríkisútgjöldum á milli ára, í síðustu færslu sinni á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann bendir á að að ríkið sé fyrirferðamesta stofnuninni þegar kemur að mannaráðningum: „Á heilsíðu eftir heilsíðu er ríkið að falast eftir fólki til starfa. Er maður að koma í manns stað? Eru svona margir að hætta? Nei, sannarlega ekki. Bara í fyrra, 2021, fjölgaði ríkisstarfsmönnum um 1,330; mesta fjölgun á einu ári síðan Byggðastofnun fór að taka saman yfirlit um þetta. Þessi fjölgun ríkisstarfsmanna á einu ári slagar upp í heildarfjölda starfsmanna allra álveranna á Íslandi!“
Þá bendir hann jafnframt á kaup ríksins á nýju ráðuneytishúsnæði á Hafnarbakkanum: „Ofan á þessar meginlínur bætast öskrandi dæmi um yfirgengilegt bruðl eins og að kaupa skrifstofur fyrir eitt ráðuneyti á 6000 milljónir króna – í dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi á dýrustu lóð á Íslandi. Fyrir ráðuneyti sem þyrfti ekki einu sinni að vera í Reykjavík. Að öllu samanlögðu virðist sem allar hömlur séu brostnar varðandi aukningu ríkisútgjalda; ríkislestin er bremsulaus.“
Í viðtali í morgunútvarpi Bylgjunnar bendir Páll jafnframt á að það skjóti skökku við að Seðlabanki og ríki gagnrýni svokallaðar „Táslumyndir frá Tenerife“ á meðan lítið sem ekkert aðhald sé viðhaft hjá stofnunum Ríksins.
Hér að neðan má sjá færslu Páls Magnússonar: