Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Páll með alvarlegar ásakanir á hendur blaðamanni: „Hann er á flótta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Moggabloggarinn Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari sakar blaðamann sem sinnir trúnaðarstörfum um skattaundanskot á bloggsíðu sinni.

Páll Vilhjálmsson hefur undanfarna daga skrifað færslur á bloggsíðu sinni þar sem hann staðhæfir að ónafngreindur blaðamaður, sem sinnir trúnaðarstörfum, hafi um árabil ekki gefið tekjur af Airbnb íbúðum sínum, upp til skatts. Segir hann að skattrannsóknastjóri hafi fengið upplýsingar um útleigu fasteigna Íslendinga fyrir árin 2015 til 2018 í gegnum vef og greiðslukerfi Airbnb. Segir Páll að leigutekjur blaðamannsins hafi numið tugum milljónum króna en að honum hafi verið gert að greiða vangoldinn skatt með 25 prósenta álagi.

Þá segir Páll að Ríkisútvarpið hafi á sínum tíma birt frétt um undanskot Íslendinga af tekjum Airbnb-íbúða en að RÚV hafi síðan tekið fréttina niður, án skýringa.

Enn bætti Páll á ásakanirnar á hendur blaðamannsins með því að segja að hann hafi fengið sérmeðferð hjá skattayfirvöldum, að hann hafi fengið leyfi til að setja útleiguna í einkahlutafélag sitt sem skilaði sjö milljón króna hagnaði árið 2021. Segir hann að skattaundanskotin árin á undan hafi verið á kennitölu blaðamannsins.

„Af þekkta blaðamanninum er ekkert að frétta. Hann er á flótta. Svarar hvorki síma né tölvupóstum. Er hann þó í krafti trúnaðarstarfa þekktur fyrir að koma fram í fjölmiðlum og krefur aðra um svör án undanbragða,“ segir Páll að lokum í einni færslu sinni.

Mannlíf hefur reynt að ná sambandi við blaðamanninn sem um ræðir, til að gefa honum tækifæri á að svara þessum alvarlegu ásökunum en án árangurs. Hvorki hefur hann svarað í síma né tölvupóstum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -