Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Páll Valur sækist eftir forystusæti í Suðurkjördæmi: „Þetta er lítið samfélag sem á að blómstra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Valur Björnsson ætlar að bjóða sig fram til forystu Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í komandi kosningum.

Samfélagsrýnirinn naski, Björn Birgisson uppljóstraði á Facebook í dag að Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og varaþingmaður Samfylkingarinnar, hyggðist bjóða sig fram til forystu Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar sem verða í lok nóvember.

Mannlíf heyrði í Páli Val sem staðfesti fregnirnar. „Já, ég get staðfest það. En ég var svo sem ekkert að hugsa um pólitík þannig séð en svo hef ég verið að fá hvatningu frá fólki um að bjóða mig fram. En svo fer það bara eins og það fer, þetta er uppstilling. Síðast gerði ég þetta líka, þá sóttist ég eftir forystusæti en þeir vildu hafa mig neðar á lista þannig að ég tók ekki þátt í því.“

Páll Valur segir að fólkið sem hvatt hafi hann til framboðs undanfarið komi víða úr kjördæminu. „Það vill endilega fá mig aftur á þing. Þeim fannst ég hafa staðið mig ágætlega með Bjartri framtíð,“ segir Páll Valur og segist vera búinn að tilkynna uppstillinganefnd um áform sín.

Ánægður með Kristrúnu

Aðspurður hvaða mál Páll Valur hyggst leggja áherslur á verði hann kosinn á þing svarar hann: „Ég ætla bara að leggja áherslu á jafnaðarstefnuna og þau stefnumál sem Samfylkingin er að leggja fram. Kristrún hefur staðið sig alveg gríðarlega vel í því að fara út um allt og hitta fólk“. Bætir hann við að náttúruhamfarirnar í Grindavík hafi alveg sett hann „út af laginu“ og að hann sé fyrst núna að ná áttum. „En ég mun sem sagt leggja áherslu á þessari jafnaðarstefnu en við þurfum náttúrulega að byggja upp mannvænlegt og gott samfélag. Við þurfum að ná skikki á húsnæðismálum og efnahagslegum stöðugleika, sem hinir eru alltaf að tala um en aldrei stemmir. Og kannski er kominn tími á að aðrir komist að völdum til að prófa það.“ Segist hann telja að Samfylkingarfólk hafi þær lausnir sem þjóðin þarf og að vel sé tekið undir með Kristrúnu þegar hún og hennar fólk hafi verið að fara um landið. „Það sem hún er að leggja áherslu á er bara nákvæmlega það sem fólk er að hugsa um.“

- Auglýsing -

Talsmaður barna

Málefni barna og ungmenna er Páli Val einnig hugleikið en hann hefur verið framhaldsskólakennari síðastliðin sjö ár. „Þegar ég var á þingi þá lét ég málefni barna mér mjög mikið varða. Ég kom bara málefnum barna á dagskrá á Alþingi. Ég segi það bara fullum fetum.“ Páll Valur var einn af þeim sem tilnefndir voru sem talsmenn bara árið 2014. „Og ég fór með þetta alla leið. Þetta er auðvitað mikilvægt málefni. En svo tók Ásmundur við en mér finnst nú lítið hafa þokast. Biðlistarnir styttast ekki og þunglyndi og kvíði barna og annað í skólum er auðvitað ævintýralegt. Ég hef miklar skoðanir á því hvernig við getum breytt því, er búinn að vera kennari hjá Fisktækniskólanum í Grindavík, nú Sandgerði síðustu sjö ár.“ Blaðamaður skaut inn í samtalið fregnum af auknu ofbeldi barna og ungmenna og Páll Valur svaraði: „Já, það er eins og það sé eitthvað siðrof í samfélaginu og mér finnst stjórnvöld ekkert hafa tekið á því. Við þurfum að keyra miklu meira á samvinnuna og samráðið og samlíðanina. Þetta er lítið samfélag sem á að blómstra en hér er allt að fara til fjandans. Hver hendin er uppi á móti annarri og þetta bitnar auðvitað á börnum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -