Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu og formaður Blaðamannafélags Íslands fær lítinn sem engan slaka frá Moggabloggaranum og framhaldsskólakennaranum Páli Vilhjálmssyni.
Páll hefur gefið út nýja bloggfærslu undir fyrirsögninni „Sigríður Dögg: um 100 m. kr. leigutekjur“. Í færslunni gefur Moggabloggarinn og framhaldsskólakennarinn upp heimilsfang fasteignarinnar sem Sigríður ku eiga, hversu margar íbúðir um ræðir auk herbergisfjölda þeirra og svefnpláss. Hann bætir því næst við:
„Starfsemin á Suðurgötu líktist meira gistiheimilarekstri en íbúðaleigu.“
Páll segir Sigríði Dögg Auðunsdóttur hafa játað skattsvik í færslu á Facebook sem hún skrifaði sem mótsvar við ásökunum. Hér má sjá færslu Sigríðar:
Fullyrðir Páll að Sigríður sjálf hafi verið skráð fyrir íbúðunum en ekki eiginmaður hennar. Þá virðist sem Páll liggi á gögnum, sem hann leyfir sér að nýta til að fabúlera um upphæðir leiguteknanna sem Sigríður hefur fengið af útleigunni:
„Leigutekjur Sigríðar Daggar má áætla að hafi verið um 4 milljónir kr. á mánuði, 40 til 50 milljónir kr. á ári. Starfsemin var ólögleg og ekkert var gefið upp til skatts.“
Að endingu segir Páll að; upp hafi komist um málið 2021 og að meint skattaundaskot hafa verið vegna tekjuáranna 2015-2018 og skrifar:
„Hafi Sigríður Dögg verið með íbúðirnar á Suðurgötu í svartri útleigu öll fjögur árin vantaldi hún til skatts fjárhæð er nemur um eða yfir 100 milljónir króna.“
Engin svör borist frá Sigríði
Mannlíf sagði frá að Sigríður Dögg hefur ekki svarað spurningum miðilsins um meint skattalagabrot, þrátt fyrir ítrekanir. Hér má sjá spurningarnar:
1. Kannast þú og /eða eiginmaður þinn við að hafa leigt út íbúðir á airbnb?
2. Voru tekjur af leigunni ekki gefnar upp til skatts upphaflega? Eru ásakanir um slíkt rangar?
3. Er rétt að þú/þið hafið gert sátt við skattayfirvöld um að greiða skatt af innkomunni og 25 prósenta álag.
4. Er rétt að einkahlutafélag ykkar, Miðlun, hafi í framhaldinu tekið yfir þann rekstur sem snýr að útleigunni.
5. Ef rétt er hermt með sáttina: Telur þú að í þessu felist brot af þinni hálfu sem þú þurfir að axla af ábyrgð? Ef svo. Hvernig munt þú bregðast við?
Hefur þú gert stjórn Blaðamannafélagsins og yfirstjórn Ríkisútvarpsins grein fyrir þessu máli?
Sjá tengdar fréttir:
Páll Vilhjálmsson heldur ásökunum áfram: „Sigríður Dögg játar skattsvik“