Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.6 C
Reykjavik

Páll Vilhjálmsson heldur ásökunum áfram: „Sigríður Dögg játar skattsvik“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Vilhjálmsson segir Sigríði Dögg Auðunsdóttur hafa játað skattsvik í færslu á Facebook sem hún skrifaði í gær, sem svar við ásökunum framhaldsskólakennarans. Fyrirsögn bloggfærslunnar er „Sigríður Dögg játar skattsvik.“

Framhaldsskólakennarinn og Moggabloggarinn umdeildi, Páll Vilhjálmsson, segir í bloggfærslu í dag að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hafi í færslu á Facebook, viðurkennt skattsvik er hún skrifaði: „Við hjónin fengum endurálagningu opinberra gjalda vegna útleigutekna fyrir nokkrum árum og greiddum þá skatta.“

Páll segir Sigríði Dögg hafa leigt út húsnæði á Airbnb en ekki gefið leigutekjurnar upp á skattframtali. „Það kallast að stela undan skatti.“ Bendir hann á að skattrannsóknarstjóri hafi fengið upplýsingarnar frá höfuðstöðvum Airbnb á Írlandi eftir dómsmál þar í landi. Segir hann að aðeins hafi fengist upplýsingar um stærstu upphæðirnar sem skotið var undan skatti og vitnar í Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra: „„Þannig að það eru ekki smæstu aðilarnir sem eru þarna með,“ sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri er hún fékk upplýsingarnar frá Írlandi.“

Moggabloggarinn bendir einnig á að Sigríður Dögg hafi notað orðið „endurálagning“ um uppgjörið við skattinn í svari sínu á Facebook í gærkvöldi. „En það er sjálfur vinnuveitandi Sigríðar Daggar, RÚV, sem kallar verknaðinn skattsvik. Fyrirsögn RÚV á frétt af konu sem, eins og Sigríður Dögg, taldi ekki fram Airbnb-leigutekjur er eftirfarandi: Sektuð um 15 milljónir fyrir skattsvik í Airbnb-útleigu

Þá segir Páll ennfremur að líkindi Sigríðar Daggar og konunnar í fréttinni hér að ofan, sé töluverð. „Endurálagning og skattsvik er ekki sami hluturinn. RÚV kallar það skattsvik sem fréttamaður stofnunarinnar er uppvís að. Líkindi Sigríðar Daggar og konunnar í skattsvikafrétt RÚV eru töluverð. Báðar lentu þær í fjárhagskröggum. Sigríður Dögg og maki hennar, Valdimar Birgisson, áttu misheppnuð útgáfuævintýri, gáfu út Krónikuna og Fréttatímann. Eins og skattsvikakonan í frétt RÚV reddaði Sigríður Dögg sér með ólögmætri útleigu á Airbnb.“

Páll skýtur svo föstum skotum á Ríkisútvarpið í næstu orðum sínum. „Ef það er stefna RÚV að gera skattsvikurum hátt undir höfði og normalisera undanskot á opinberum gjöldum þá heldur Sigríður Dögg stöðu sinni á Kastljósi og þýfgar mann og annan um vafasamar athafnir verandi sjálf skattsvikari. Varla trúverðugt fyrirkomulag, að ekki sé sagt siðlaust.“

- Auglýsing -

Sigríður Dögg var í færslu sinni á Facebook að svara frétt Mbl.is um gróða Miðlar ehf en þar var sagt að Sigríður Dögg væri eigandi fyrirtækisins. Sagði hún það rangt, eiginmaður hennar, Valdimar Birgisson væri eigandi en hún stjórnarformaður. Morgunblaðið leiðrétti fréttina en bætti eftirfarandi orðum við: „Frétt mbl.is byggði á því að fé­lagið hét, þar til í apríl á þessu ári, SDA Ráðgjöf ehf. og Sig­ríður Dögg skráð sem hlut­hafi þess.“

Á þetta bendir Páll í bloggfærslu sinni og bætir við: „Verið getur að útleigan á íbúðum hafi verið á kennitölu SDA-ráðgjafar ehf. eða á kennitölu Sigríðar Daggar sjálfrar. Formaðurinn á eftir að upplýsa málsatvik.“

Páll staðhæfir einnig að Sigríður Dögg hafi fengið sérmeðferð hjá skattrannsóknarstjóra, þvert á það sem hún segir í færslu sinni í gær. „Skattsvik Sigríðar Daggar hafi numið hærri fjárhæð en svo að réttlætti sátt með sekt. Aðrir í sömu sporum og Sigríður Dögg, en sviku undan lægri fjárhæð, sættu opinberri ákæru.“ Segir hann aukreitis hafa heimildir fyrir því að fyrirspurn verði lögð fyrir haustþingið, um Airbnb-skattsvikin. „Þá verður einnig spurt um málsmeðferð; við hvaða fjárhæð var miðað við er ákveðið var hverjir sættu ákæru og hverjir fengu tilboð um sátt og sektargreiðslu. Þeir sem sættu ákæru gátu ekki falið nafn og kennitölu. Sigríður Dögg fékk nafnleynd. Allt bendir til að formaður Blaðamannafélagsins og fréttamaður RÚV hafi notið fyrirgreiðslu skattrannsóknarstjóra sem aðrir í sömu stöðu nutu ekki.“

- Auglýsing -

Að lokum giskar Páll á að Sigríður Dögg muni fljótt leita sér að nýrri vinnu. „Tilfallandi gisk er að Sigríður Dögg leiti sér brátt að nýjum starfsvettvangi og Blaðamannafélag Íslands fái nýjan formann, – þó ekki Aðalstein Kjartansson varaformann og sakborning í byrlunar- og símastuldsmálinu. “

Séu ásakanir Páls rangar er borðliggjandi fyrir Sigríði Dögg að kæra hann fyrir meiðyrði en hann hefur áður tapað meiðyrðamáli.

Líkt og Mannlíf sagði frá í gær hefur Sigríður Dögg ekki svarað spurningum miðilsins um meint skattalagabrot, þrátt fyrir ítrekanir. Hér má sjá spurningarnar:

1. Kannast þú og /eða eiginmaður þinn við að hafa leigt út íbúðir á airbnb?
2. Voru tekjur af leigunni ekki gefnar upp til skatts upphaflega? Eru ásakanir um slíkt rangar?
3. Er rétt að þú/þið hafið gert sátt við skattayfirvöld um að greiða skatt af innkomunni og 25 prósenta álag.
4. Er rétt að einkahlutafélag ykkar, Miðlun, hafi í framhaldinu tekið yfir þann rekstur sem snýr að útleigunni.
5. Ef rétt er hermt með sáttina: Telur þú að í þessu felist brot af þinni hálfu sem þú þurfir að axla af ábyrgð? Ef svo. Hvernig munt þú bregðast við?
Hefur þú gert stjórn Blaðamannafélagsins og yfirstjórn Ríkisútvarpsins grein fyrir þessu máli?

Hér má sjá færslu Sigríðar Daggar:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -