Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins er mjög hneikslaður á Patrik Atlasyni og Snorra Másson. Fjöldi manns eru sammála Ólafi, þar af nokkrir nafntogaðir einstaklingar.
Patrik Atlason tónlistarmaður fór um víðan völl í hlaðvarpsþætti bræðranna Snorra og Bergþórs Mássona, Skoðanabræður. Það sem helst vakti athygli voru gamaldags hugmyndir hans og þáttastjórnenda um kvenfólk.
Þegar talið barst að hlutverki kynjana sagði Patrik: „Þetta er það sem kapítalisminn og þessi stóru félög vilja gera, að konur verði „career-driven“, sem er bara allt í lagi. Ég held að maðurinn eigi að vera „career-driven“ og leggja alla sína orku í það og hún á að vera „nurturing.“ Bætti hann svo við að innkoma heimilisins gæti verið helmingi meiri ef karlmaðurinn væri sá eini sem væri „career driven“ aðilinn í sambandinu, eða útivinnandi.
„Ég held að þau vilji þetta því þau vilja hafa okkur bæði á hjólunum, en þá náum við styttra,“ sagði Patrik en fyrr í þættinum úskýrði hann að sá sem ákvað að bæði kynin ættu að vera á vinnumarkaði hafi aðeins haft sinn eigin gróða í huga.
„Það er mjög áhugavert að menn hafi gabbað alla út á vinnumarkað og kallað það svo frelsisbyltingu,“ sagði Snorri þá og Bergþór bætti við:
„Það er ógeðslega fyndið að ef þú hefðir sagt þetta fyrri kannski fjórum árum þá yrði bara ferillinn þinn búinn. Nú er fólk bara „já snilld“.“
„Þetta er bara mín skoðun og ég og konan mín sjáum framtíðina þannig. Auðvitað þarf hún að hafa sinn tilgang og eitthvað en ég er the „go getter“ skiluðu,“ segir Patrik til að útskýra betuur skoðun sína.
Snorri virðist taka undir skoðun Patriks er hann bætir við:
„Ég hugsa líka að allir karlar, óháð því að auðvitað eru bara bæði kynin frábær í allskonar störfum og mjög góð í allskonar drasli, en allir karlar myndu vilja geta haldið uppi heimili sínu án þess að konan þyrfti að vinna. Að sjálfsögðu myndu þeir vilja það.[…] Það er æðsta takmark“.
Bergþór tók undir bróður sínum og sagði: „Já maður, hún eitthvað í Pilates,“ og Snorri bætti við: „Hún getur stofnað kaffihús“.
Ekki eru allir sáttir við þessa afstöðu mannanna en einn þeirra er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins. Hann skrifaði stutta en nokkuð hnitmiðaða Facebook-færslu og hlekkjaði frétt mbl.is um þáttinn við.
„Gömlukallaraus í ungum mönnum. Og ég sem vonaði að remburnar hyrfu með minni kynslóð. Einhvers staðar mistókst okkur herfilega.“
Fjölmargir aðilar skrifuðu athugasemdir við færsluna, þar á meðal Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu: „Er þetta ekki eitthvað súrt grín…?!“
Illugi Jökulsson rithöfundur og fjölmiðlamaður svaraði Svanhildi: „Nei þetta er alls ekki grín. Þetta er raunverulegt.“
Egill Helgason sjónvarpsmaður er heldur stóryrtur í sinni athugasemd: „Þeim finnst þetta líka í Saudi-Arabíu.“
Atli Þór Fanndal beitti húmor í sinni athugasemd: „Prófið að segja ráð um rekstur heimilis og sambands frá Prettyboitjokkó þrisvar án þess að flissa…“