Sunnudagur 27. október, 2024
-1.8 C
Reykjavik

Pavel í veikindaleyfi: „Körfuknattleiksdeild Tindastóls mun ekki tjá sig frekar um málið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pavel Ermolinskij, einn besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, er kominn í veikindaleyfi frá vinnu sinni sem þjálfari Tindastóls í körfubolta samkvæmt tilkynningu frá félaginu sem barst fyrir skömmu.

Pavel er margfaldur Íslandsmeistari sem leikmaður og tók við þjálfun Tindastóls í fyrra. Undir hans stjórn vann félagið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í körfubolta karla.

Hægt er að lesatilkynningu Tindastóls hér fyirir neðan:

Tilkynning frá körfuknattleiksdeild Tindastóls

Í ljósi veikindaforfalla Pavels Ermolinskij hefur verið ákveðið að Svavar Atli Birgisson taki tímabundið við sem þjálfari meistaraflokks Tindastóls í körfuknattleik karla. Honum til aðstoðar verður Helgi Freyr Margeirsson. Svavar Atli hefur í langan tíma verið aðstoðarþjálfari meistaraflokksins, nú síðast með Pavel, og Helgi Freyr er þjálfari meistaraflokks kvenna en bætir þessu nýja hlutverki við sig fram á vorið. Auk þjálfarastarfa sinna eiga þeir Svavar og Helgi einnig farsælan feril að baki í leikmannahópi Tindastóls.

Fjölmiðlafólk er beðið um að sýna Pavel tillitssemi í umfjöllun sinni um þessar breytingar og virða friðhelgi hans í bataferlinu. Körfuknattleiksdeild Tindastóls mun ekki tjá sig frekar um málið á næstunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -