Pavel Ermolinskij, einn besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, er kominn í veikindaleyfi frá vinnu sinni sem þjálfari Tindastóls í körfubolta samkvæmt tilkynningu frá félaginu sem barst fyrir skömmu.
Pavel er margfaldur Íslandsmeistari sem leikmaður og tók við þjálfun Tindastóls í fyrra. Undir hans stjórn vann félagið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í körfubolta karla.
Hægt er að lesatilkynningu Tindastóls hér fyirir neðan:
Tilkynning frá körfuknattleiksdeild Tindastóls
Fjölmiðlafólk er beðið um að sýna Pavel tillitssemi í umfjöllun sinni um þessar breytingar og virða friðhelgi hans í bataferlinu. Körfuknattleiksdeild Tindastóls mun ekki tjá sig frekar um málið á næstunni.