Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Pavel Ermolinski tekinn við Tindastóli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pavel Ermolinskij er nýr þjálfari Tindastóls í Subway-deild karla í körfuknattleik.

Samkvæmt Feyki.is mun Pavel Ermolinskij taka við þjálfun körfuknattleiksliðs Tindastóls í Subway-deildinni en á dögunum tilkynnti liðið að félagið hefði sagt upp samningi við þjálfarann Vladimir Anzulovic. Þá var sagt að þeir Svavar Atli Birgisson, Helgi Freyr Margeirsson og Ísak Óli Traustason myndu þjálfa liðið til að byrja með en samkvæmt nýjustu fréttum mun Pavel taka við áður en þrímenningarnir ná að stýra liðinu.

Eftir síðasta tímabil lagði Pavel Ermolinskij körfuboltaskóna á hilluna, er hann vann Íslandsmeistaratitilinn með Val en lengst af lék hann þó fyrir KR á ferlinum en með þeim vann hann sex Íslandsmeistaratitla. Þá lék hann einnig með ÍR, ÍA, Skallagrími og nokkrum félagsliðum á meginlandi Evrópu. Aukreitis lék hann 76 leiki með íslenska landsliðinu.

Tindastóll hefur staðið sig misvel það sem af er tímabilinu en það er í 7. sætinu með sex unna leiki og sex tapaða.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -