Persónuafslátturinn hækkar um 5,8 prósent um mánaðamótin eða um 3.765 krónur á mánuði. Á ári verður persónuafslátturinn því 824.288 krónur.
Samkvæmt tilkynningu sem birtist á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins mun persónuafslátturinn hækka úr 62.926 krónum á mánuði í 68.691 krónur en það er 5,8 prósent hækkun.
Upphæðir persónuafsláttar og þrepamörk tekjuskatts einstaklinga breytast við hver áramót, í samræmi við tólf mánðaa hækkun vísitölu neysluverðs eða það sem venjulega kallast verðbólga. Auk þess bætist síðan við hækkun vegna framleiðnivaxtar.
Vísitalan hefur hækkað um 4,75 prósent á síðustu 12 mánuðum en framleiðnivöxturinn legsst síðan ofan á það en gert er ráð fyrir því að framleiðni aukist á hverju ári um eitt prósent. Það mat er endurskoðað á fimm ára fresti og fer næst fram fyrir tekjuárið 2027.