Pétur Kristinn Arason, listaverkasafnari og fv. kaupmaður í Faco/Levi’s-búðinni, er látinn. Mbl.is greindi frá. Pétur var 79 ára að aldri en hann fæddist þann 17.ágúst 1944 í Reykjavík. Pétur og bróðir hans Fjölnir, tóku við rekstri á fataverslun föður þeirra sem framleiddi herrafatnað. Verslunin hafði skammstöfunina Faco en samhliða henni ráku þeir verslanirnar Fons, Fönn og Fídó. Faco seldi Levi’s fatnað og fékk hún síðar nafnið Levi’s búðin.
Pétur safnaði einnig myndlist og fór hann reglulega í viðskiptaferðir erlendis. Hann rak sýningarplássið Krók og opnaði síðar sýningarrýmið Aðra hæð, eða Second Floor, ásamt eiginkonu sinni, Rögnu Róbertsdóttur og Ingólfi Arnarssyni. Árið 2003 opnuðu þau SAFN samtímalistasafn en á sama tíma seldi Pétur umboð fyrir Levi’s fatnaðinn og lokaði versluninni. Árið 2014 opnuðu hjónin tvö ný sýningarrými, í miðbæ Reykjavíkur og í Berlín.