Pétur Guðfinnsson, fyrrverandi útvarpsstjóri, er látinn. Hann var 95 ára gamall. Mbl.is greinir frá.
Pétur fæddist árið 1929 á Eskifirði en flutti innan við ári síðar til Reykjavíkur. Þegar Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík hélt hann til Frakklands og Danmerkur til framhaldsnáms þar sem hann lærði frönsku, menningarsögu, stjórnmálafræði, hagfræði, rekstrarfræði, bókhald og sögu.
Pétur var fyrsti starfsmaður Sjónvarpsins sem hóf göngu sína árið 1966 en hann var skipaður framkvæmdastjóri þess árið 1964 og vann þar við hin ýmsu störf til 1997 þegar hann þurfti að hætta vegna aldurs.
Pétur var sæmdur riddarakrossi fyrir störf sín árið 2021. Pétur átti fjögur börn, sjö barnabörn og sex barnabarnabörn.