Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Pétur segir að sigur Guðlaugs gæti bjargað VG: „Það eina sem getur bjargað þessum flokki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Merkilegt að lesa inn einhver mörk hjá Katrínu. Hún ber Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn til valda og á svo allt í einu að stappa niður fætinum og segja nei, takk við Guðlaugi Þór. Hún er sem sé til í fara út í mýri með Vg en er þar voða kresin á í hvaða poll hún stígur. Mér finnst þetta ekki merkileg fréttaskýring.“

Þetta skrifar Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, í athugasemd við færslu Einars Steingrímssonar stærðfræðings á Facebook. Einar hafði hrósað frétt Vísis þar sem greint var frá því að ef Guðlaugur Þór hefði betur gegn Bjarna Benediktssyni og yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins, þá væri ríkisstjórnin líklega úr sögunni.

Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og fyrrverandi formaður Sálfræðingafélags Íslands, tekur undir með Gunnari Smára en segir formannskosningarnar vera dauðatækifæri fyrir Katrínu og VG að bjarga flokknum frá glötun. Pétur segir þetta raunar vera síðasta séns fyrir Vinstri græna til að koma ganga frá þessu samstarfi með nokkurri reisn.

Pétur skrifar: „Gunnar Smári Egilsson Þarna hittirðu naglann á höfuðið. Ég er samt á því að stjórnin félli við tilkomu Guðlaugs Þórs ekki vegna þess að trúnaður og vinskapur geti ekki myndast milli hans og Katrínar heldur af öðrum ástæðum: Þessi stjórn hefur lafað vegna þess hve „grasrót“ VG er orðin þunn, ógagnrýnin og varla nokkuð annað en samansafn svefngengla því þaðan hefur ekki heyrst hósti né stuna árum saman. Fylgi VG leitar í síauknum mæli eitthvað annað… það eina getur bjargað þessum flokki væri ef hann stæði upp og sprengdi stjórnina með látum og léti eins og flokkurinn hefði eftir allt saman og þrátt fyrir allt bein í nefinu. Þau tækifæri sem hafa boðist hafa þó ekki verið nýtt. En mæti Guðlaugur Þór til leiks væri það kærkomið tækifæri kjósa Guðlaug Þór. – En svo getur þetta verið tóm vitleysa í mér eins og allar fabúleringar um þetta vísast eru.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -