Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Píratar falla af þingi miðað við nýjustu könnun Maskínu – Viðreisn og Flokkur fólksins á flugi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðreisn er orðinn næst stærsti stjórnmálaflokkur Íslands, samkvæmt niðurstöðu nýjustu skoðanakönnunar Maskínu. Þá er Flokkur fólksins einnig í sókn. Píratar falla hins vegar af þingi samkvæmt könnuninni.

Samfylkingin mælist vinsælasti stjórnmálaflokkur Íslands í nýjustu skoðanakönnun Maskínu, líkt og hún hefur gert um nokkurt skeið, með 22,2 prósent fylgi en fylgið lækkar svolítið milli mánaða. Næst stærsti flokkurinn er Viðreisn sem mælist með 16,2 prósent fylgi og hefur aldrei mælst svo hár í könnun Maskínu. Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn með 15,9 prósent fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með svipað fylgi og í síðustu könnun eða með tæp fjórtán prósent atkvæði. Inga Sæland og félagar hennar í Flokki fólksins eru á miklu flugi en mælist nú með 9,3 prósent fylgi sem er tæplega þremur prósentumstigum meira en í síðustu könnun Maskínu.

Síðasti flokkurinn til að ná á þing, samkvæmt könnuninni er Framsóknarflokkurinn með 6,9 prósent.

Allir aðrir flokkar sem bjóða sig fram næðu ekki manni á þing ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt könnuninni, þar á meðal Píratar og VG.

- Auglýsing -

Maskína segir, að miðað við þingstyrk á landinu öllu, að þingsæti skiptist þannig að Samfylkingin næði sautján þingsætum, Viðreisn og Miðflokkurinn 12, Sjálfstæðisflokkurinn tíu sætum, Flokkur fólksins sjö og Framsókn fimm.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -