Laugardagur 26. október, 2024
4 C
Reykjavik

Pírataspjallinu lokað: „Við þökkum ykkur samfylgdina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pírataspjallinu hefur nú verið lokað á Facebook eftir að hafa verið búið til fyrir nokkrum árum.

Kristín Ólafsdóttir, stjórnandi Pírataspjallsins kom með Facebook-færslu í hádeginu í dag í hópnum þar sem hún tilkynnti um lokun spjallsins. Segir hún að í upphafi hafi Pírataspjalilð verið stofnað sem vettvangur þar sem fólk gat rætt málefni Pírata. Síðan þá hafi spjallið þróast talsvert og á félagsfundi Pírata í fyrra hafi verið ákveðið að fella út allar stefnur varðandi spjallið og þannig hætta að tengja það flokknum formlega. Leita nú Píratar að nýjum umræðuvettvangi.

Hér má lesa færslu Kristínar í heild sinni:

„Kæru meðlimir Pírataspjallsins, Þegar Pírataspjallið var stofnað var það hugsað sem vettvangur þar sem fólk ræddi málefni Pírata. Spjallið hefur þróast töluvert og á félagsfundi Pírata í fyrra voru felldar út allar stefnur sem varða Pírataspjallið og hefur þessi vettvangur síðan þá ekki verið tengdur Pírötum formlega. Það var lýðræðisleg niðurstaða meðal skráðra félaga í Pírötum að aftengja hreyfinguna við þennan vettvang. Nú er tækifæri til að finna annan vettvang fyrir þá umræðu sem hér fer fram og er unnið að því að leggja þennan hóp niður. Við þökkum ykkur samfylgdina. Vilji fólk ná tali af Pírötum verða til þess næg tækifæri á næstunni. Aðalfundur félagsins fer fram þann 7. september og verður haustdagskráin kynnt þar – ýmsir fundir, viðburðir og fleira spennandi. Að öðru leiti vísum við til heimasíðu Pírata piratar.is og á símann okkar. Með Píratakveðju.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -