Lögreglunni barst tilkynning um að brotist hafi verið inn á heimili í Reykjavík í gærkvöldi. Þjófurinn ákvað hinsvegar að skilja þýfið eftir á vettvangi. Síðar um kvöldið varð lögregla vör við heldur undarlegt aksturslag. Þegar athugað var með ástand ökumannsins kom í ljós að hann var undir áhrifum áfengis.
Pirraður nágranni tilkynnti hávaða vegna tónlistar til lögreglu í gærkvöldi. Þegar lögregla kom á vettvang var allt með kyrrum kjörum og hafði viðkomandi slökkt á tónlistinni. Þá kemur fram í dagbók lögreglu að ölvaður maður hafi legið ósjálfbjarga í borginni. Lögregla kom honum til aðstoðar.
Tilkynning um minniháttar vinnuslys og innbrot í geymslu barst einnig lögreglu í gærkvöldi. Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.