- Auglýsing -
„Nú kaus ég engan af þessum þremur flokkum sem eru í meirihlutaviðræðum (öll rosa hissa á því geri ég ráð fyrir) en tel að þetta sé nú sennilega besta meirihlutamynstrið sem niðurstöður kosninga buðu upp á.“ Þannig hefst færsla Píratans Alexöndru Briem sem hún birti á Facebook í dag.
Segir hún ennfremur að það jákvæðasta við verðandi ríkisstjórn, að samstarf flokkanna þriggja fari í taugarnar á „íhaldssömustu og súrustu“ köllunum.
„En jákvæðasta teiknið á lofti um þetta samstarf er óneitanlega hvað íhaldssömustu og súrustu kallarnir, eins og ritstjórn Morgunblaðsins, ritstjórn Viðskiptablaðsins og þingmenn Miðflokksins eru ofboðslega neikvæðir og fúlir yfir þessum möguleika, finna samstarfinu allt til foráttu og fabúlera um það hvað það hljóti að ganga ómögulega að ná saman og endast stutt þó svo fari.“
Að lokum viðurkennir Alexandra að hún hefði þó viljað sjá Pírata með í samstarfinu en að hún sé ánægð með það sem hún sjái úr því sem komið er.
„Ég hefði viljað sjá aðeins aðra niðurstöðu, ég hefði viljað hafa Pírata með í þessu samtali að passa upp á mannréttindamálin, lýðræðismálin og taka skýrar á spillingarvörnum.
En úr því sem komið er þá gleður þetta hjartað mitt svolítið.“