Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Pistlar Páls fordæmdir – Skólameistari stendur vörð um Pál – Kennarar æfir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á annan tug kvartana bárust skólameistara FG í október eftir bloggfærslu Páls sem sneri að fréttamanninum Helga Seljan. Fullyrti Páll að fréttaflutningur Helga væri ómarktækur af þeirri ástæðu að Helgi hefði greint frá því að hafa farið á geðdeild. Samfélagsmiðlar og athugasemdakerfi loguðu í kjölfarið.

„Þetta er erfitt viðfangs. Hvar lýkur vinnunni og hvar ekki? Það er alltaf að trufla menn svolítið. En við erum að skoða málið og erum rétt byrjuð á því. En erindunum hefur öllum verið svarað á sama veg; að málið sé til skoðunar,“ sagði Kristinn Þorsteinsson skólastjóri við það tilefni.

Um þrjátíu kennarar og starfsfólk við Fjölbrautarskólann í Garðabæ lýsa nú andstöðu við málflutning Páls Vilhjálmssonar, sögukennara við skólann, á bloggsíðu hans. Skólastjóri segir skrif hans valda skólanum tjóni og kennari segir skrifin hafa áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni.

Páll hefur kennt við skólann um árabil og samhliða verið virkur í skrifum sínum á Moggablogginu. Skrif hans hafa í gegnum tíðina þótt umdeild en ritsjórar Morgunblaðsins, Haraldur Johannesen og Davíð Oddsson, hafa endurtekið tekið skrif Páls upp og birt í Staksteinum Morgunblaðsins.

Pistlar Páls fordæmdir 

Kristinn skólastjóri staðfestir í samtali við Vísi að tvö erindi hafi borist vegna pistilsins sem var lagður fyrir skólanefnd í dag. Annars frá heilsunefnd skólans, þar sem bloggskrifunum var mótmælt, og hins vegar frá þrjátíu starfsmönnum og kennurum við skólann. Þar sé fyrrnefndur pistill Páls fordæmdur.

„Ég skil starfsmenn á þann hátt að þeir vilji leggja áherslu á að þeir eru ósammála bloggskrifum Páls og vilja ekki að skólinn sé dæmdur af þeim skrifum. Aðrir starfsmenn skólans fordæma þessi skrif,“ segir Kristinn. Skólinn hafi lagt áherslu á frjálslyndi, vilji vera staður fyrir alla nemendur og starfsfólki finnist þetta ekki í takti við þau gildi.

- Auglýsing -

„Að sama skapi er mér fullfrjálst að segja að þetta sé óheppilegt fyrir skólann og valdi honum tjóni,“ segir Kristinn. Hann hafi rætt við Pál oftar en einu sinni, nú síðast um erindið frá starfsfólki.

„Ég sagði honum að ég væri ósammála -skrifum hans. Þetta valdi okkur tjóni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég ræði við Pál og eflaust ekki það síðasta.“

Skrif Páls sverta ímynd skólans

Petrún Björg Jónsdóttir, kennari við FG, er hinsegin fulltrúi skólans og segist hafa verið ein þeirra sem stóð fyrir undirskriftarsöfnuninni. Henni hafi runnið blóðið til skyldunnar, sem starfsmaður skólans og femínisti.

- Auglýsing -

Hún segist vinna með ungu fólki af ólíkum kynjum í hinsegin félagi skólans. Þar séu krakkar með persónufornöfnin hann, hún og hán. Þau séu nokkuð mörg með kynhlutlausa persónufornafnið hán. Nemendurnir taki eftir og finni fyrir skrifum Páls.

„Algjörlega, það er alveg á hreinu. Mér finnst það hafa verið óþægilegt undanfarið. Það er sama hvar þú talar um þennan skóla. Þetta er haft á orði.“

Það sé hennar upplifun að skrif Páls hafi svert ímynd skólans. Þá hafi skrifin haft slæm áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni.

Í samtali við Vísi eru hún spurð hvað muni gerast næst?

„Við höfum ekkert að gera með framhaldið. Það þurfti bara að koma þessu á blað,“ segir Petrún. Kristinn skólastjóri talar á svipuðum nótum. Hans samtöl við Pál muni halda áfram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -