Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Play greiðir laun og stefnir að fjármögnun í janúar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsmenn Play hafa fengið laun greidd fyrir nóvember. Samskiptastjóri félagsins staðfestir í samtali við Mannlíf að öll launatengd gjöld hafi verið gerð upp.

 

Mannlíf hefur heimildir fyrir því að stjórnendur Play hafi leitað að brúarfjármögnun undanfarnar vikur til að geta greitt starfsmönnum sínum laun en eins og kunnugt er fengu þeir ekki útborgað síðustu mánaðamót. Samkvæmt sömu heimildum barst aðstoðin í vikunni og voru launin fyrir nóvember loks gerð upp. Jafnframt hafa greiðslur fyrir laun í desember verið tryggð.

„Öll launatengd gjöld hafa verið greidd,“ staðfestir María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptastjóri Play, í samtali við Mannlíf. „Búið er að greiða launin fyrir nóvember og búið að tryggja laun í desember,“ segir hún.

Erlendur sjóður leiðarfjárfestir?

Mannlíf hefur ennfremur heimildir fyrir því að tveir erlendir sjóðir, sem sérhæfa sig i fjarfestingum i flugrekstri, hafi sýnt Play mikinn áhuga undanfarnar tvær vikur. Að minnsta kosti annar sjóðurinnn ætli að koma að hlutafjáraukningu félagsins, ásamt innlendum fjárfestum sem hafi beðið eftir að leiðandi fjárfestir komi inn í félagið. Samkvæmt sömu heimildum er unnið að því að ljúka hlutafjáraukningu Play um miðjan janúar, sem er töluvert seinna en stefnt var að í upphafi. Málið sé á viðkvæmu stigi.

Spurð út í málið segist María ekki vera reiðubúin að staðfesta þetta. „Ég get ekki staðfest það að svo stöddu.“

- Auglýsing -

En neitarðu því?
„Ég get ekki neitað því.“

En er það rétt að þið stefnið á að ljúka hlutafjáraukningu Play um miðjan næsta mánuð?

„Við stefnum á að ljúka fjármögnun sem allra fyrst og okkur miðar vel áfram í því,“ segir hún án þess að vilja tjá sig nánar um málið, en fréttir undanfarið hafa bent til hins gagnstæða. Til marks um það greindu fjölmiðlar ekki fyrir alls löngu frá því að stjórnendur félagsins hefðu boðist til að lækka hlutdeild sína í 30%.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -