Póstdreifing hefur sagt upp öllum 304 blaðberum sínum, og taka uppsagnirnar gildi 1. ágúst. Fyrirtækið er í eigu Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins og Torgs, sem gefur út Fréttablaðið.
RÚV greinir frá.
Kristín Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Póstdreifingar segir að um endurskipulagningu sé að ræða og flestir verði ráðnir aftur í breyttu vinnufyrirkomulagi. Blaðberarnir eru á aldrinum 15 ára og til áttræðisaldurs, og staða á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Auk þess að sinna útburði á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu hefur Póstdreifing annast útburð ýmissa smærri blaða eins og bæjarblaða og auglýsingabæklinga.