Nýjar vendingar eru í máli Poulu Rós Mittelstein, sem taldi sig hafa orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í gær.
Poula hlaut mikið höfuðhögg í gær og missti við það framtönn auk þess sem tvær aðrar losnuðu. Vegna höggsins mundi hún illa eftir atvikinu en taldi sig hafa orðið fyrir líkamsárás á Pablo Discobar en þar var hún mest alla nóttina. Í kvöld kom það hins vegar í ljós að ekki var um eiginlega líkamsárás að ræða, heldur var ekið á hana á rafmagnshlaupahjóli. Sá sem ók hjólinu dreif sig svo í burtu, án þess að veita henni aðstoð. Myndband er komið fram sem sýnir slysið. Poula Rós sagðist í samtali við Mannlíf ætla að kæra manninn.