Pressan á að Ríkisútvarpsstjórinn Stefán Eiríksson ákveði að sniðganga Eurovision verður æ þyngri eftir því sem fleiri börn eru myrt á Gaza en talan er nú komin upp í 7,729 samkvæmt Al Jazeera fréttamiðlinum. Mektarfólk á borð við Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu og Ólaf Pál Gunnarsson hafa meðal annars stigið fram og talað fyrir sniðgöngu á Eurovision til að mótmæla þjóðarmorði Ísraela á Gaza og á Vesturbakkanum. Í morgun kom svo tilkynning frá Félagi tónskálda og textahöfunda, sem skorar á RÚV að sniðganga keppnina. Þá er í gangi undirskriftarsöfnun á netinu þar sem hins sama er krafist.
Björn Birgisson samfélagsrýnir bætist nú í hóp þeirra sem finnst óboðlegt að Ísland taki þátt í söngvakeppni með Ísrael en hann skrifaði Facebook-færslu í morgun þar sem hann spyr hvort Stefán Eiríksson verði framlag Íslands í næstu Eurovision-keppni.
Hér má lesa færsluna:
„Aumingjagangur.