Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Pressan eykst á Ríkisútvarpsstjórann: „Þvílíkur aumingjagangur!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Björn Birgisson spyr hvort Stefán Eiríksson verði framlag Íslands í Eurovision á nýju ári.

Pressan á að Ríkisútvarpsstjórinn Stefán Eiríksson ákveði að sniðganga Eurovision verður æ þyngri eftir því sem fleiri börn eru myrt á Gaza en talan er nú komin upp í 7,729 samkvæmt Al Jazeera fréttamiðlinum. Mektarfólk á borð við Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu og Ólaf Pál Gunnarsson hafa meðal annars stigið fram og talað fyrir sniðgöngu á Eurovision til að mótmæla þjóðarmorði Ísraela á Gaza og á Vesturbakkanum. Í morgun kom svo tilkynning frá Félagi tónskálda og textahöfunda, sem skorar á RÚV að sniðganga keppnina. Þá er í gangi undirskriftarsöfnun á netinu þar sem hins sama er krafist.

Björn Birgisson samfélagsrýnir bætist nú í hóp þeirra sem finnst óboðlegt að Ísland taki þátt í söngvakeppni með Ísrael en hann skrifaði Facebook-færslu í morgun þar sem hann spyr hvort Stefán Eiríksson verði framlag Íslands í næstu Eurovision-keppni.

Hér má lesa færsluna:

„Aumingjagangur.

Tvö mál – náskyld en samt ekki.
**********
Að utan.
Í Sameinuðu þjóðunum eru 193 þjóðir.
Þrjár þeirra misnota algjörlega regluverkið til að hindra að sameiginlegar ályktanir allra hinna hljóti bindandi samþykki.
Bandaríkin.
Bretland.
Ísrael.
Hvers vegna?
Ísraelsmenn þurfa meiri tíma í þjóðarmorðið á Palestínufólkinu.
**********
Hér heima.
Almenningur vill augljóslega ekki að okkar listafólk sé í Eurovision með Ísraelsmönnum.
Félag tónskálda og textahöfunda vill það heldur ekki.
Ríkisstjórnin og RÚV vilja að okkar fólk sé sett í þá aðstöðu.
Þvílíkur aumingjagangur!
Ef RÚV breytir ekki afstöðu sinni þá hættir listafólkið einfaldlega við þátttöku.
Þá getur Stefán Eiríksson flutt framlag Íslands til keppninnar í ár.
Kannski lesið ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján Einarsson frá Djúpalæk fyrir heimsbyggðina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -