Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Prettyboitjokko biðst afsökunar á nauðgunargríni: „Ég fordæmi allt kynferðisofbeldi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, oft kallaður Patrik eða Prettyboitjokko, hefur beðist afsökunar á brandara sem hann sagði í útvarpsþættinum Veislunni á FM957 fyrir rúmri viku. Veislan hefur verið tekin af dagskrá á FM957 en Patrik var einn af stjórnendum þáttarins. Ekki liggur fyrir hvort sú gagnrýni sem kom í framhaldi brandarans hafi haft áhrif á þá ákvörðun en þátturinn hafði verið í gangi í rúm tvö ár.

Patrik birti eftirfarandi afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlinum Instagram fyrir stuttu:

„Ég vil biðja alla afsökunar á ruglinu í mér með botnlausa tjaldið á FM957 og ekki síst þolendur nauðgana sem eiga ekki skilið að talað sé með þessum hætti um svo alvarlega hlut.

Einnig vil ég biðja Gústa vin minn afsökunar á því að hann hafi lent í vandræðum yfir þessum lélega brandara mínum sem ég á einn sök á. Þetta var algjörlega misheppnað grín hjá mér þar sem ég var að reyna að segja að viðkomandi væri fáviti með því að líkja honum við þá sem fara með botnlaust tjald til Vestmannaeyja.

En grínið var ömurlegt og í ljós kom að ég var eini fávitinn í þessum samtali. Ég vil að það komi skýrt fram að ég fordæmi allt kynferðisofbeldi.“

Til útskýringar þá var Patrik að vísa í botnlaust tjald en slíkt er hægt að setja yfir fólk sem er áfengisdautt og getur ekki með neinum hætti brugðist við aðstæðum en Patrik spurði hlustanda sem var í símaviðtali í þættinum hvort hann ætlaði ekki að taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -