Jólasnjórinn alræmdi féll í gær og var því töluvert um útköll vegna ölvunar og óláta hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkveldi og nótt.
Um klukkan tíu barst lögreglu tilkynning vegna slagsmála í miðbæ Reykjavíkur en er hún mætti á svæðið reyndist um rán að ræða. Þá voru nokkrir á móti einum. Tveir voru handteknir vegna málsins.
Laust fyrir klukkan tvö í nótt sinnti lögreglan í umdæmi Garðabæjar og Hafnarfjarðar útkalli vegna óðs manns með lausan fót. Sá hinn sami sem lét æsing sinn bitna á bílum sem lagt var fyrir utan öldurhús. Mikil hamagangur og æsingur var fyrir utan staðinn og mátti lögreglan leysa málið.
Ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Er lögreglan ræddi við manninn reyndist hann áður hafa verið sviptur ökuréttindum sínum og var með vopn í bifreiðinni. Karlmaðurinn var handtekinn en látinn laus eftir reglubundið ferli.