Lögreglu barst tilkynning um ungmenn með hníf í gærkvöli. Lögregla fór á vettvang og hitti ungmennin þar sem einn þeirra framvísaði hnífnum og sagðist nota hann til þess að tálga spýtur. Hnífurinn varhaldlagður og tilkynning send til barnaverndar vegna málsins. Síðar um kvöldið barst lögreglu tilkynning um mann í annarlegu ástandi í Hafnarfirði. Lögregla fann manninn og bauð honum far heim en kvaðst hann ætla að ganga til síns heima. Stuttu síðar barst lögreglu önnur tilkynning um sama mann. Fór lögregla þá aftur af stað og hafði upp á manninum sem þáði þá boð lögreglu og var honum ekið til síns heima.
Starfsfólk veitingastaðar hafði samband við lögreglu eftir að þau urðu vör við mann í annarlegu ástandi neyta fíkniefna inn á salerni staðarins. Lögregla kom á vettvang og vísaði aðilanum út. Þá vakti lögregla öldauðan mann á stigagangi og vísaði einnig öðrum manni út úr íbúð þar sem hann var ekki velkominn. Þá sinnti lögregla öðrum minniháttar útköllum en töluverður erill var hjá lögreglu í nótt.