Laugardagur 28. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Ráðgátan um Loga og hótelherbergið: „Mér sýnist að þeir viti af þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Sannleikurinn kemur alltaf í ljós,“ segir Vítalía Lazareva í samtali við Loga Bergmann Eiðsson, sem sjá má á skjáskoti sem gengið hefur um samfélagsmiðla.

Fleiri skjáskot eru í umferð, meðal annars af samtali þar sem Vítalía hefur samband við Loga og greinir honum frá því að atvik sem hafi átt sér stað þeirra á milli hafi reynst henni þungbært. Hún ætli sér lengra með málið. Í samtalinu svarar Logi fálega til að byrja með, en segir svo einfaldlega „Æ hættu þessu rugli“.

Samskipti þeirra enda þó ekki þar. Einhverju síðar, þann 21. desember, sendir Vítalía Loga eftirfarandi skilaboð:

„Mætti ég biðja þig um að vera ekki að spurja spurninga um einkalíf mitt í vinnunni aftur.“

Logi svarar þá; „Já. Fyrirgefðu“.

Vítalía segir honum þá að hún kunni ekki að meta að hann skuli halda því fram að ekkert hafi gerst, en hafi síðan spurt hana út í málið í persónu. „Stangast vel á við það sem þú vilt halda fram að sé lygi. Sannleikurinn kemur alltaf í ljós.“

- Auglýsing -

„Já. Hann gerir það yfirleitt,“ segir Logi þá.

Vítalía spyr Loga því næst; „Hvernig stendur á því að þú sért búinn að segja Ara frá þessu?“

Logi segist þá ekki hafa talað við Ara.

- Auglýsing -

„Hann veit af þessu og spurði mig persónulega hvort þú yrðir kærður fyrir, þess vegna spurði ég þig,“ segir Vítalía þá.

„Það er ekki frá mér komið. Ég hef ekki nefnt þetta við hann,“ segir Logi.

„Hver veit af þessu? Þér vitandi það er að segja,“ spyr Vítalía þá.

Logi svarar; „Ég veit það ekki en mér sýnist að þeir viti af þessu.“

Vítalía spyr þá; „Eru þeir búnir að vera að „hóta“ eitthverju eða nefna þetta við þig?“

„Nei. Hafa reyndar spurt mig en ég hef reynt að eyða þessu,“ svarar Logi.

 

Einn Ari tengdur frásögn Vítalíu

Einn maður að nafni Ari er sagður tengjast frásögn Vítalíu í hlaðvarpinu Eigin konur, sem hefur sett af stað miklar öldur í samfélaginu. Sá er Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, en hann var nafngreindur í tengslum við pottaferð, þar sem Vítalía segir nokkra þjóðþekkta karlmenn hafa misboðið henni og farið gróflega yfir mörk. Segir hún þá meðal annars hafa þuklað sig og stungið fingrum í endaþarm hennar.

Ari fór í leyfi frá störfum hjá Ísey í gær í kjölfar þessara ásakana. Stjórnarformaður Ísey staðfesti þetta.

Ari Edwald. Mynd: MS

 

Atvikið í golfferðinni og kynlífsspilin

Samtalið hér að ofan bendir til þess að sá Ari sem talað er um hafi vitað af einhverju sem honum þótti ástæða til þess að spyrja hvort Logi yrði kærður fyrir.

Logi Bergmann er maðurinn sem sakaður er um að hafa gengið inn á þau Vítalíu og Arnar Grant á hótelherbergi þegar vinirnir voru í golfferð í september síðastliðnum. Í kjölfarið segir Vítalía Arnar hafa boðið Loga með þeim inn á herbergi og gefið honum leyfi til þess að eiga kynferðisleg samskipti við Vítalíu. Þetta hafi hann gert til þess að kaupa þögn Loga, svo ekki kæmist upp um framhjáhald Arnars.

„Hann dregur spil úr einhverju kynlífsleikjaspili, sem er einhver svona mönun; eitthvað sem maður á að gera. Þá á ég bara að fara að sjúga á manninum typpið og hann að fara niður á mig. Og þetta er gert til þess að hann fái að halda þögn; svo þessi vinur hans fari ekki og segi konunni hvað er í gangi. Ég horfi í augun á honum og segi: Ég vil ekki meira, viltu hætta þessu. Hann sagði bara: Vítalía, þetta er allt í lagi, ég er með þér.

Ég get ekki meira og ég er að fara að gráta og hann segir bara: Þetta er allt í lagi, því ég er með þér.“ Svo hljóðar hluti frásagnar Vítalíu úr viðtalinu sem Edda Falak tók við hana í hlaðvarpinu Eigin konur.

Logi Bergmann er kominn í frí frá útvarpsstöðinni K100. Hann birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum. „Ekkert er fjær mér en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna,“ sagði Logi í yfirlýsingu sinni.

Hann sagðist hinsvegar sekur um að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks „með því að hafa farið inn í herbergi sem ég átti ekki að fara inn í. Það var taktlaust og heimskulegt og ég hef þegar tjáð viðkomandi að ég taki ábyrgð á því og mér þyki það leitt.“

Vítalía Lazareva. Skjáskot úr hlaðvarpinu Eigin konum.

 

„Mér sýnist að þeir viti af þessu“

Í skjáskotinu af samtali þeirra Vítalíu og Loga virðist atvik vera til umræðu, sem Vítalía segir Ara hafi spurt hvort Logi yrði kærður fyrir. Logi gerir ekki athugasemd við það í samtalinu. Þegar Vítalía spyr hann hvernig standi á því að hann hafi sagt Ara frá, segist hann ekki hafa talað við Ara, en gefur ekki á nokkurn hátt í skyn að það sé ekkert til að segja frá. Hann segir líka „mér sýnist að þeir viti af þessu.“

Miðað við yfirlýsingu Loga frá því í gær er þarna einungis verið að ræða atvik þar sem Logi hafi fyrir mistök gengið inn á Arnar Grant og Vítalíu á hótelherbergi. Ekkert meira hafi átt sér stað.

 

Hér að neðan má sjá skjáskotin:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -