Níðstöng sem sett var upp við Esjurætur hefur vakið mikla athygli og enn fleiri spurningar. Miklar erjur hafa verið á milli nágrannanna þar sem stöngin var reist. Andlegur viðburður sem átti sér stað á svæðinu var gagnrýndur, meðal annars af nágrönnum, sem sögðust þreyttir ónæðinu. Í lýsingu viðburðarins var sagt frá því að ofskynjunarlyf yrðu á boðstólnum, eróík skoðuð og fólk hvatt til þess að taka börnin sín með. Mannlíf hefur fjallað um málið.
Níðstöng er sjaldséð sjón í nútíma samfélagi. Stöngin samanstendur af langri tréstöng með nýlega afskornum haus af hrossi á toppnum. Stundum var hrossaskinn lagt yfir stöngina. Níðstöngin á að snúa að þeim sem bölvunin beinist gegn en bölvunin er rist í rúnum á stöngina.
Samkvæmt heimildum var síðast sett upp níðstöng á Íslandi árið 2020. Var þá tveimur sviðakjömmum komið fyrir efst á stönginni og reist fyrir framan Alþingi. Fjórum árum áður, voru níðstangir með þorskhausum reistar í mótmælum. Snerust mótmælin um Sigmund Davíð Gunnlaugsson