Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Ráðherra og landsliðsþjálfari rífast í fjölmiðlum: „Það eiga allir flottari fótboltavelli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Halldórsson, landsliðiðþjálfari A-landsliðskvenna í knattspyrnu, heldur áfram að senda Ásmundi Einar Daðasyni, íþróttamálaráðherra, pillur í fjölmiðlum. Þjálfarinn gagnrýndi Ásmund harðlega í viðtali þar sem að hann sagði að ráðherra hefði aldrei mætt á landsleik og aðstaðan á Laugardalsvelli væri til skammar.

Ásmundur svaraði þessari gagnrýni Þorsteins í viðtali á Vísi í gær í löngu máli án þess þó að segja mikið.

„Ég er bara ánægður með þegar landsliðsþjálfararnir brýna okkur. Það á við hvort sem um ræðir knattspyrnuna, körfuboltann, handboltann, fimleikana eða aðrar íþróttir. Það er auðvitað þannig að aðstöðumál okkar fremsta íþróttafólks hafa verið engan veginn ásættanleg í mjög mörg ár.

Svona hvatningu tökum við áfram en við erum hins vegar með þetta í þeim farvegi núna, og erum að keyra það mjög fast pólitískt áfram að við ætlum að koma þjóðarhöll af stað. Þar erum við á síðustu metrunum að klára það milli ríkis og borgar. Í framhaldinu ætlum við að setja aðra þjóðarleikvanga, það er að segja knattspyrnuvöll og frjálsíþróttavöll, í sambærilega fasta pólitíska farveginn.

Ég er algjörlega sammála okkar fremsta íþróttafólki, hvort sem það eru þjálfarar, leikmenn eða aðrir, að þetta er til háborinnar skammar hvernig við höfum haldið á þessu. Þess vegna erum við að keyra þetta pólitískt áfram og svona hvatning hjálpar bara til þess að ýta málinu áfram. Þannig að ég vil bara þakka kærlega fyrir þetta.“

Um að hann mæti aldrei landsleiki svaraði Ásmundur:

„Ég reyni að fara sem víðast á leiki, eins og ég get. Það á við um öll okkar landslið. Nú er ég hér að fylgja kvennalandsliðinu á heimsmeistaramót. Ég gerði slíkt hið sama þegar ég fylgdi kvennalandsliði knattspyrnunnar til Englands. Mér finnst sérstaklega gaman að fylgja kvennalandsliðunum okkar eftir og við eigum gera það sem við getum til að efla þau. Ég þakka hvatninguna. Ég reyni að mæta á eins marga viðburði og ég get og mun gera það áfram, hjá öllum sérsamböndum í öllum íþróttagreinum.“

- Auglýsing -

Þorsteinn var ekki lengi að svara Ásmundi en hann var spurður út í málið á RÚV.

„Ég sá fyrirsögnina en var ekki búinn að lesa þetta. Jújú, auðvitað bara jákvætt að menn sjái þetta og sjái að hlutirnir eru ekki í lagi en ég held að þetta snúist um að láta verkin tala og það er það sem maður bíður eftir. Það er alveg sama hvert við komum í hvaða land, hvaða borg, hvaða bæ. Það eiga allir flottari fótboltavelli heldur en við.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -