Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Ráðherra vill vita meira um sölu á íslensku vatni: „Getur mögulega ógnað þjóðaröryggi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, vill vita meira um sölu Icelandic Water Holdings.

Fyrr í mánuðinum gekk í gegn sala á fyrirtækinu Icelandic Water Holdings en fyrirtækið var í eigu Jóns Ólafssonar, auðkýfings. Fyrirtækið seldur íslenskt vatn undir nafninu Icelandic Glacial. Sala þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af almenningi og vill Lilja Alfreðsdóttir meiri upplýsingar um söluna.

„Nú er það svo að ráðherra hefur heimild til að kalla eftir upplýsingum, þegar um er að ræða erlenda fjárfestingu sem getur mögulega ógnað þjóðaröryggi, gengur gegn almannaheilbrigði, eða almannareglu eða almannaöryggi,“ sagði Lilja í samtali við RÚV um málið en Alþingi hefur heimild til að stöðva söluna.

„Ég tel að það sé líka bara mjög mikilvægt að þegar að það er verið að fjárfesta í landinu, og það er erlend fjárfesting, að við séum alveg með það á hreinu hvað felst í þeirri fjárfestingu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -