Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ráðherraþríeyki Vinstri grænna á biðlaunum næstu mánuðina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi ráðherrar Vinstri grænna eru á biðlaunum sem ráðherrar næstu mánuðina, þrátt fyrir að vera orðnir almennir þingmenn.

Þau Svandís Svavarsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir létu öll af störfum sem ráðherrar á dögunum, þegar Svandís tilkynnti að Vinstri grænir hyggðust ekki taka þátt í starfstjórn undir stjórn Bjarna Benediktssonar. Er þríeykið því almennir þingmenn fram að komandi kosningum í lok nóvember.

Mannlíf hafði samband við Sighvat Arnmundsson, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins og spurði hann hvort ráðherrarnir fyrrverandi ættu rétt á biðlaunum og þá hversu lengi. Í skriflegu svari sem barst í gær segir að þríeykið eigi rétt á biðlaunum en þeir sem hafa setið í ráðherrastól í eitt ár eða skemur eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði en þeir sem hafa gegnt slíku embætti í meira en ár eiga rétt á sex mánaða biðlaunum.

Hér má lesa svarið í heild sinni:

„Ráðherrar vinstri grænna fengu formlega lausn frá ráðherraembættum sínum á fundi ríkisráðs í gær. Þeir eiga því rétt á biðlaunum frá og með deginum sem þeir láta af ráðherradómi. Skv. 5. gr. laga nr. 88/1995 um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað eiga ráðherrar þriggja mánaða biðlaunarétt hafi þeir setið eitt ár eða skemur en sex mánaða ef þeir hafa gegnt ráðherraembætti í samfellt eitt ár eða lengur.  Þingmenn eiga rétt á biðlaunum þegar þeir láta af þingmennsku en Alþingi sér um greiðslu þingfararkaups.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -