Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ráðstefnugestur S78 með brotnar tennur eftir líkamsárás: „Einstaklingurinn fluttur á sjúkrahús“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ráðist á gest á vegum Samtakanna 78.

Eins og Mannlíf og aðrir fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarnar vikur hefur orðið bakslag í baráttu hinsegin fólks á Íslandi. Helsta ástæða þess er innfluttur hatur frá Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem trans fólk hefur verið meðal annars sakað um barnagirnd og að reyna innræta börn á grunnskólaaldri með „transáróðri“. Þá hefur þessu verið blandað í kynfræðslu grunnskóla og logið til um að Samtökin 78 sjái um hana. Þá hafa fjölmiðlar og vísindamenn ítrekað verið sakaðir um gaslýsingu þegar bent hefur verið þá fordóma sem trans fólk verður fyrir. Samtökin 78 héldu í gær ráðstefnu með öðrum samtökum hinsegin fólks á Norðurlöndum og varð einn fundargestur fyrir líkamsárás og þurfti að flytja viðkomandi á sjúkrahús.

„Þetta voru tveir aðilar sem réðust á hann. Hann var semsagt að labba frá kvöldverðinum upp á hótel þegar hann tekur eftir tveimur einstaklingum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Svo koma þeir aftan að honum og ráðast á hann,“ sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, í viðtali við Vísi um málið. Ekki er vitað hverjir voru að verki en sá varð fyrir árásinni var kýldur í andlitið og brotnuðu tennur í árásinni.

Samtökin 78 sendu frá sér tilkynningu fyrr í dag um málið.

„Undanfarið hafa Samtökin ‘78 þurft að huga sérstaklega að öryggismálum á viðburðum. Öryggisverðir voru á ráðstefnunni allan tímann sem og á hliðarviðburðum. Einnig voru Samtökin ‘78 í góðu sambandi við Ríkislögreglustjóra.

Því miður kom berlega í ljós að þær ráðstafanir voru nauðsynlegar. Veist var að ráðstefnugestum á göngu í miðbæ Reykjavíkur á mánudag og í gærkvöld varð ráðstefnugestur fyrir líkamsárás. Kalla þurfti til lögreglu og sjúkrabíl og var einstaklingurinn fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er eftir atvikum og áfallið er mikið fyrir alla gesti. Við sendum honum hlýjar batakveðjur.

- Auglýsing -

Þessir ömurlegu atburðir eru enn ein áminningin um að bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks, sem var eitt aðalumfjöllunarefni ráðstefnunnar, er raunverulegt, hættulegt og vaxandi vandamál á Íslandi rétt eins og í nágrannalöndunum.

Það er óásættanlegt að hinsegin fólk geti ekki gert ráð fyrir því að vera öruggt í almannarýminu á Íslandi. Atburðir sem þessir sýna skýrt þörfina á ráðstefnu sem þessari og öflugu starfi í þágu réttinda og öryggis hinsegin fólks.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -