Eins og svo oft áður var ýmislegt að gera hjá lögreglunni í dag en hún greinir frá ýmsu í dagbók sinni. Tilkynnt var um þjófnað í kvikmyndahúsi og herma heimildir Mannlífs að um Bíó Paradís sé að ræða en það hefur ekki verið staðfest. Þá aðstoðaði lögreglan öryggisverði í verslunarmiðstöð að vísa manni út sem ekki hafði leyfi til að vera þar lengur. Þá var lögreglan kölluð til vegna líkamsárásar í verslun en ekki liggur fyrir hvað verslun um ræðir. Þá var tilkynnt um nokkur innbrot bæði í bíla og heimili. Að venju þurfti lögreglan að hafa afskipti af ökumönnum en þeir voru meðal annars að brjóta minni háttar umferðarlög eða keyra án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna. Þá var einn tekinn fyrir að aka án réttinda og tala í símann við akstur.