Það var ýmislegt að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en hún greinir frá því helsta í dagbók sinni.
Bakkað var á gangandi vegfaranda í hverfi 101, minniháttar meiðsli og leitaði viðkomandi sjálfur á slysadeild. Sömuleiðis var ökumaður stöðvaður í hverfi 101 og reyndust tveimur farþegum of aukið í bifreiðinni og héldu þeir til í farangusrými bifreiðarinnar. Í 101 var líka maður í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 101 þar sem hann var til vandræða og ekki viðræðuhæfur. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.
Brotist var inn í geymslur í fjölbýlishúsi í hverfi 105 en það er Laugardalurinn, ekki liggur fyrir hversu miklu var stolið og maður var handtekinn í hverfi 105 þar sem hann var til vandræða og olli eignaspjöllum á húsnæði, maðurinn var vistaður í fangaklefa enda í annarlegu ástandi og ekki hægt að taka skýrslu af viðkomandi. Þá var ekið var á mann á vespu í hverfi 105, maðurinn fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.
Lögreglan greinir líka frá árekstri tveggja bifreiða í hverfi 108, annar ökumaðurinn reyndist ölvaður og var vistaður í fangaklefa og bíður skýrslutöku.
Unglingasamkvæmi var leist upp í Garðabæ að sögn lögreglu.
Maður var handtekinn í Kópaogi og vistaður í fangaklefa vegna eignaspjalla.
Ökumaður var stöðvaður í Árbænum sem reyndist undir áhrifum fíkniefna ásamt því að hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Maðurinn einnig með fíkniefni meðferðis.
Ökumaður var stöðvaður í hverfi 113 sem grunaður er að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn, maðurinn neitaði einnig að segja til nafns eða framvísa ökuskírteini þegar lögregla hafði afskipti af honum.