Rafmagnaður ríkisstjórnarfundur er hafinn á Egilsstöðum en stóra málið sem allir bíða eftir er ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra varðandi hvalveiðibannið sem hún setti á í byrjun sumars.
Ríkisstjórnarfundur hófst á Egilsstöðum klukkan 10:15 í morgun en hann átti að hefjast klukkan 09:00 en seinkaði vegna flugtafa. Af þeim sökum riðlast önnur dagskrá ríkisstjórnarinnar fyrir austan til.
Þrátt fyrir brosmilda gesti fundarins er ljóst að fundurinn gæti orðið mikill hitafundur því þar mun Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynna um ákvörðun sína, hvort hún láti hvalveiðibannið renna út eða hvort hún framlengi því.