Miðvikudagur 18. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Rafrettubannið samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins: „Meiri áhyggjur af nýjum neytendum nikótíns“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sérfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun ríkisins segir mikla aukningu hafa orðið á neyslu á rafrettum á milli 2021 og 2023 en að bann við rafrettum sem hafa stærri hylki en tveggja millilítra, vera tilkomið vegna tilskipun Evrópusambandsins.

Á dögunum sagði Mannlíf frá nýrri reglubreytingu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar ríkisins (HMS) en samkvæmt henni verður bannað að flytja inn rafrettur sem hafa stærri hylki en tveggja millilítra, frá og með næstu mánaðarmótum. Þá verður verslunum gert að hætta allri sölu á slíkum rafrettum fyrir 31. maí. Þýðir þetta að brátt verði ekki hægt að fá vinsælustu einnota rafretturnar á landinu. Samkvæmt upplýsingum frá HMS eru kröfur þessar samkvæmt reglugerðarbreytingu sem sjá má hér.

Mannlíf ræddi við Skarphéðinn Grétarsson, sérfræðing í markaðseftirliti hjá HMS um bannið. Aðspurður hvort málið tengist Evrópusambandstilskipun segir hann svo vera.

„Það er rétt sem þú segir að kröfurnar eru eins og í Tóbaksvörutilskipun Evrópusambandsins sem Íslandi ber að innleiða hér á landi líka. Þar eru stærð tanka og hylkja takmörkuð við 2 ml og áfyllinga við 10 ml,“ segir Skarphéðinn í skriflegu svari til Mannlífs.

Samkvæmt breskum góðgerðarsamtökum gegn reykingum, Action on Smoking and Health (ASH), hafa aldrei fleiri notað rafrettur í Bretlandi og nú, eða 4,3 milljón manna, 8,3 prósent af fullorðnum Bretum. Af þeim fjölda hefur um 57 prósent þeirra sem reykja rafrettur í Bretlandi, hætt að reykja sígarettur, eða um 2,45 milljónir manna, þannig að svo virðist sem rafrettur hjálpi að minnsta kosti einhverjum að hætta að reykja sígarettur.

Mannlíf spurði Steingrím hvort stofnunin hafi ekki áhyggjur af afleiðingum af banninu, að margir noti rafrettur í stað sígaretta.

- Auglýsing -

„Svo virðist sem mikil aukning hafi verið á neyslu á rafrettum á milli 2021 og 2023 og hefur maður meiri áhyggjur af nýjum neytendum nikótíns, sérstaklega börnum. Hvað varðar tóbaksreykingafólk þá er mikið úrval rafretta á markaði sem geta leyst þær vörur af hólmi ef sú vara sem fólk notar dettur út.“

Að lokum spurði Mannlíf Steingrím, hvers vegna Húsnæðis og mannvirkjastofnunin væri með rafrettur á sínum snærum en ekki einhver önnur ríkisstofnun, en margir hafa furðað sig á því.

„Upphaflega var Neytendastofu falið að annast eftirlit með rafrettum en árið 2021 færði Alþingi verkefni á sviði vöruöryggis til HMS.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -