Ragnar Bjarnason söngvari er látinn, hann var 85 ára að aldri. Raggi Bjarni eins og hann var best þekktur var einn af dáðustu söngvurum landsins.
Vísir greindi frá.
Ragnar var fæddur í Reykjavík 22. september 1934 að Lækjargötu 12a. Foreldrar hans, Bjarna Böðvarsson og Lára Magnúsdóttir voru bæði mikið tónlistarfólk.
Ragnar hóf tónlistarferil sinn sem trommuleikari, en 16 ára gamall söng hann ásamt Sigurði Ólafssyni inn á lakkplötu tvö lög sem komu út áratugum seinna á safndiski í tilefni 75 ára afmælis hans.
Sjá einnig: Margir minnast Ragga Bjarna: „Goðsögn hefur kvatt“