Ragnar Erling, eða Raggi Turner eins og hann er kallaður, hefur snúið við blaðinu. Raggi hefur verið heimilislaus og hátt fór fyrir honum fyrir jólin þegar hann sendi ákall til íslensku þjóðarinnar þegar senda átti hóp heimilislausra úr neyðarskýlum borgarinnar í óveðursham. Hann hefur einnig rætt um HIV og málefni annarra minnihlutahhópa og segir tilgang umræðunnar vera að gera samfélagið sanngjarnt.
Hann segir í nýju myndskeiði á fébókarsíðu sinni frá því að hann sé kominn með vinnu og leyti að lítilli íbúð til leigu. Hann var staddur í Hvammsvík í Hvalfirði.
„Ég er búinn að stökkva á milli heima,“ segir Raggi Turner og útskýrir að hann starfi nú við að keyra ferðamenn. Þá segir hann að nú leyti hann sér að lítilli og sætri íbúð og bætir við: „Ef einhver treystir sér að leigja þessum klikkhaus“.
Ragnar Erling er langþreyttur á kerfinu og bendir á að búið sé að mata samfélagið á svo mikilli lygi og allir deyfi sig á einhvern hátt: „Við erum bara öll að fixa okkur og fá okkur,“ segir hann og bendir á að neysla er ekki einskorðuð við vímuefni heldur hafi hún ýmsar birtingamyndir og sé rót hennar að ekkert okkar hafi verið fyllilega fengið það sem okkur vanti.
Myndskeið Ragnar má sjá hér að neðan:
Sjá nánar:
Heimilislausum gert að yfirgefa gistiskýlin í blindbyl: „Sýndarmennska að hálfu borgarinnar“
Ragnar Erling Hermannsson vill milljarð til að kaupa hús fyrir fíkla