Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Ragna hefur áhyggjur að neðanjarðarstarfsemi hætti ekki: „Því miður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir fagnar aðgerðum Ölmu Möller heilbrigðisráðherra en í vikunni setti hún takmarkanir á fylliefnameðferðir. Markmiðið er að tryggja öryggi þeirra sem undirgangast meðferð með fylliefnum sem er sprautað eða komið með öðrum hætti fyrir, í eða undir húð, í vöðva eða annan vef.

„Ég hugsa að þessi neðanjarðarstarfsemi muni ekki stöðvast að fullu leyti, því miður, en með reglugerðinni eykur þetta auðvitað öryggi sjúklinga og skjólstæðinga þannig að þeir eiga auðveldara með að kynna sér hvort viðkomandi manneskja sem það ætlar að leita til sé með réttindi. Og uppfylli skilyrði til þess að hafa þessa starfsemi,“ sagði Ragna við RÚV um málið.

Ekki allir sem mega sprauta

„Reglugerðin tekur einungis til þeirra meðferða sem að framan er getið, en séu slíkar meðferðir ekki gerðar rétt getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Aðrar andlits- og húðmeðferðir sem eru hættuminni, s.s. húðslípun, húðþétting og örnálameðferðir ásamt meðferðum sem framkvæmdar eru með lasertækjum og falla undir reglugerð nr. 171/2021 falla því utan við reglugerðina.

Í 4. gr. reglugerðarinnar er skilgreint hverjum sé heimilt að veita umræddar meðferðir og hvaða skilyrði þarf að uppfylla. Þetta eru læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum. Enn fremur læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar, hafi þeir aflað sér fullnægjandi þekkingar og hæfni til að veita meðferðina, greina og bregðast við fylgikvillum, eða hafi í þjónustu sinni þar til bæran lækni sem getur brugðist við í tæka tíð. Aðeins er heimilt að veita þessar meðferðir á starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns sem hefur hlotið staðfestingu landlæknis um að reksturinn uppfylli faglegar kröfur,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu um reglugerðina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -